Andvari - 01.01.1950, Qupperneq 39
andvari
35
Páll Eggert Ólason
hann frá stofnun þess. Árið 1933 fól fjármálaráðherra honum
umsjá og reikningshaltl landsverzlunar, og hafði hann það starf
á hendi til miðs árs 1939.
XIX.
Þegar dr. Páll Eggert lét af embættisstörfum, 1939, tók hann
að nýju til við ritstörfin, eftir hlé það, sem telja má að hafi
verið á þeim um hin næstu ár á undan. Er það æðimikið að
vöxtum, sem eftir hann liggur frá þessu síðasta starfstímabili
ævi hans, og að sjálfsögðu allt sagnfræðilegs efnis. En söguritun
hans gerist nú með öðru móti en fyrr, þá er hann samdi „Menn
og menntir" og ævisögu Jóns Sigurðssonar og byggði þau ritverk
á nákvæmri 02 tímafrekri könnun beztu heimilda. Nú var hon-
um falið að semja mikil fræðirit á sem stytztum tíma og við al-
mennings hæfi. Ellaut hann að byggja þau rit að mestu ýmist
á fyrri rannsóknum sjálfs sín eða á fræði- og safnritum ann-
arra höfunda.
Árið 1940 ákváðu menntamálaráð og þjóðvinafélagið að hafa
forgöngu um að samin yrði og gefin út saga íslendinga í tíu
bindum. Var samið við dr. Pál Eggert, að hann tæki að sér að
dta um tímabilið 1500—1750. Hafði hann skjót handtök um
Eamkvæmd verksins. Síðla árs 1941 afhenti hann fimmta bindi
sögunnar (17. öld) fullbúið til prentunar, og var það gefið út
1942. Næsta ár kom út sjötta bindi, og hafði dr. Páll Eggert
ritað þar um tímabilið 1701—50, en dr. Þorkell Jóhannesson síð-
ari hluta bindisins (1751—70). Loks var fjórða bindið (16. öld)
gefið út 1944, og ritaði dr. Páll Eggert það einn. Við samningu
þessara rita byggði hann að sjálfsögðu um flest á fyrri rannsókn-
rim sínum um þessi tímabil, enda ber efni þeirra þess glögg
rrierki. Fjórða bindið er að mestu útdráttur úr Mönnum og mennt-
um, en uppistaða hinna bindanna voru drög, sem hann hafði
gert um söguna eftir 1630 með líkum hætti og Menn og menntir.
Þlið annað ritverk dr. Páls Eggerts, er hann vann að og lauk