Andvari - 01.01.1950, Side 50
46
Barði Guðmundsson
ANDVARI
liér, armi“ segir hann. Rindill sat þar og hirti ekhi, þótt lconur
væri eigi beinar. En Þorkell hvíldi í lokrekkju, en Rindill innstur
í seti.“ Má fara nærri um það, hvort lifað hafi í hálfa þriðju
öld minning þess, hvar á setinu Rindill hvíldi, áður en hann
skreiddist fram og skaut frá lokum. Á þetta atriði er þó einnig
nokkur áherzla lögð í C-gerð: „En eftir mat fór gesturinn að
sofa og svo Þorkell, og lá hann í lokrekkju, en gesturinn þar
utar frá.“ Það er sýnilega vitundin um svefnstað þann, er Hall-
dóri var ætlaður í Hrafnagilsskálanum, sem veldur þessari ein-
kennilegu smámunasemi í Ljósvetninga sögu.
„En er Þorgils kom í hvílu, lá Halldór á hvílustokki hjá lion-
um og talaði við hann lengi, allt þar til er Þorgils var sofnaður",
segir höfundur Þorgils sögu. Nú er það svo, að í hinum fornu
skálum voru gjama rekkjur hjá stöfnum, en set meðfram lang-
veggjum. Þannig var því háttað í Hrafnagilsskálanum á 13. öld.
Frá því er greint í Sturlungu, að síðasta kvöldið í góu 1222, hafi
næturgesti að Hrafnagili ásamt öðrum manni „verið skipað í
eina hvílu háðum innar af seti. En þar gegnt í annarri stafnhvílu
lá Hafur ráðamaður." Um nóttina var Hafur myrtur með sinni
eigin öxi, sem „hafði hangið þar hjá hvílunni.“ Mennirnir í
hinni stafnhvílunni „létust heyrt hafa, að maður hljóp utar eftir
skálanum til útidyra og suður með veggnum." Má af frásögnum
þessum glöggt ráða, að kvöldið hinn 21. janúar 1258 hefir Þor-
gilsi verið rekkja reidd „innar af seti“, en Halldór búið svefnból
innst í seti við hlið hans. Þess vegna er Halldór sagður liggja á
hvílustokki Þorgils, er þeir ræddu saman.
Eins og öxi Hafurs hékk sverð Þorgils „hjá hvílunni." Þegar
Halldór reis upp og skaut frá lokum, lét hann hjá Kða að taka
með sér sverðið. Sjálfsagt veldur varfærni þessu, en um leið er
það sýnt, að Halldór hefir ekki hugað á mótspyrnu, ef uppvís
yrði að klækjunum. Þegar þeir Þorvarður komu til Hrafnagils,
er hann heldur ekki til þess kvaddur að bera vopn á Þorgils i
hvílunni. Rétt á eftir er hann samt látinn vega hinn varnarlausa