Andvari - 01.01.1950, Síða 65
andvahi
Stefnt að höfundi Njálu
61
að Þorkeli presti og báðu hann bjóða þeim sæmdir fyrir fjörráð
og fyrir ákomur þær, er heimamenn hans höfðu veitt þeirn Þor-
gilsi og Einari, meðan þeir voru inni, því að hvor tveggja þeirra
var skeindur á hendi, er þeir komu út. Þorkell kvaðst enga bjóða
~ „mun þeim annað meir verða til fjár en þetta.“ „Þá skal hann
drepa“ segir Þorgils“ og var Valgarður síðan veginn, eftir að hafa
skriftazt við föður sinn.
Auðséð er, að það er hvorki af heift né hefnigimi, sem Þor-
gds lætur drepa Valgarð. Þess myndi og vafalaust vera getið í
sögunni, ef hann hefði haft sakargiftir á hendur honum. Val-
garði er heitið lífláti í þ eim eina tilgangi að kúga föður hans til
sáttar og fjárútláta. Prestur hefir ekki þekkt nægilega vel skap-
gerð Þorgils og lætur því ekki að kröfu hans, þótt syninum sé
að Öðrum kosti hótað bráðum dauða. Hann varar sig ekki á þver-
móðsku Þorgils og trúir honum því eigi til svo fáheyrðrar fólsku
að drepa saklausan mann. Því fór scm fór. Þorgils fær sig eigi
dl þess að hvarfla frá heitingum sínum og vinnur níðingsverkið.
»Hvort sem hann hét góðu eða illu, þá var hann örr í að efna“,
segir í Þorgils sögu. Rúmum fjórurn árum síðar á svo vegandi
Valgarðs í Síðumúla að hafa sagt: „Ætla ég eigi það Þorvarði,
að ég mun eigi ætla sjálfum mér.“ Þegar Síðumúlavígið er haft
1 huga, mætti hyggja í fljótu bragði, að þetta væri sannkallað
öfugniæli í munni Þorgils. En því fer fjærri að svo sé. Þótt Þor-
R'ls hefði brugðizt Þorvarði og sæti yfir rétti hans og sæmd,
fannst honum í sjálfhyrgingsskap sínum, að hann væri velgerðar-
ntaður Þorvarðs og vænti sér því einskis ills úr þcirri átt. Hann
v*ll ekki heyra varnaðarorðin frekar en Þorkell hákur, en skipar
keimamönnum sínum á Miklabæ „að þeir skyldi taka sem hezt
við Þorvarði, ef hann kæmi þar.“ Hið sama sálræna fyrirbæri
Hirtist skýrt í orðum Þorkels háks við Rindil: „Sit hér hjá mér,
f-’órhallur. Sé ég, að konur hafa þungan hug til þín.“ Hámarki
sinu nær svo einstrengingsháttur Þorgils eftir fundinn hinn 21.
januar, er hann hrosir að viðvörunum bezta og tryggasta vinar