Andvari - 01.01.1950, Blaðsíða 72
68
Barði Guðmundsson
ANDVARI
norður til sveita, við það ef Sturla vill lylgja mér.“ .... Var nú
ráðin norðurför þeirra, og skildu að því. Þorgils reið í Reykjaholt,
og með honum þrír tugir manna. Ábóti reið í Bæ, en Sturla
í Ás.“ —
Samkvæmt Ljósvetninga sögu fellur Koðrán, son Guðmundar
ríka, í orustunni við Kakalahól. Vígsakaraðili gegn Ljósvetning-
um er hróðir hans, Eyjólfur hinn halti á Möðruvöllum í Eyja-
firði. Frá liðsbón hans er þannig greint: „Eyjólfur sendi menn
til allra höfðingja að biðja þá liðveizlu og svo vestur til Gellis
vinar síns, að hann fjölmennti til Hegranesþings. Gellir var góður
drengur. Eyjólfur bauð eyri silfurs fyrir nef hvert og hverjum
höfðinga, þeim er til þings riði, hálfa mörk. Llann sendi menn
til sona Eiðs í Ás í Borgarljörð og bauð þeim fé til liðveizlu
og svo Goðdælum. Þá var umræða á, að Hrafn myndi eigi
fyrir sökum hafður, því að liann þótti ekki mannhættlegur
verið liafa á fundinum. Vel flcstir höfðingjar hétu Eyjólfi liði.“
Sameiginleg háðurn frásögnum eru þessi atriði: Bæjarnafnið
Ás í Hálsasveit. Er bær sá hvergi nelndur annars staðar í sögun-
um. Llöfðingi leitar liðsinnis til þess að knýja fram mannbætur
eða koma fram hefndum fyrir víg bróður síns. Liðsbóninni er
sérstaklega beint til höfðingja Snæfellinga og hann beðinn að
koma liðsterkur norður í land. Fjárgreiðslum er heitið fyrir hjálp-
ina. Haft er orð á því, að vægilega skuli í sakir farið við mann
að nafni Hrafn. Állt liggur þetta á yfirhorðinu, enda þarf ekki
að kafa djúpt til þess að finna fleiri gögn, er sýni hvernig sam-
bandi frásagnanna er varið. Gellir varð við liðsbón Eyjólfs og
„kom vestan með tvö hundruð manna.“ Þorgils skarði varð
einnig við liðveizlubóninni og veitti Þorvarði fulltingi með tvö
hundruð manna sveit. Er komizt svo að orði í Þorgils sögu, þa
er greinir frá norðurreið höfðingjanna eftir Rauðsgilsfundinn:
„Riðu þeir Þorvarður og Þorgils til Hörgárdalsheiðar og myndi
hafa úr Skagafirði nær sjötíu manna . . . . og voru þeir allir af Þor-
gils hendi .... Þorgils reið á Þúfnavöllu. En er menn voru mettir,