Andvari - 01.01.1950, Page 75
andvari
Stefnt að höfundi Njálu
71
Eiðs í Ási séu látnir skipa sæti Skagiirðinga, Þorgils skarða og
Sturlu í frásögninni af liðsbón Eyjólfs halta. Þorgils verður fyrst-
ur til liðveizlu við Þorvarð, þá Sturla með sína menn og loks
Skagfirðingar. Fer það því aðeins að vonurn, að Eyjólfur halti er
sagður snúa sér með liðsbón sína til böfðingja í þessari röð: Fyrst
til Gellis, sem beðinn er að fjölmenna, þá til Eiðssona og loks
Goðdæla. Fleiri eru ekki nafngreindir í það sinn, þótt sagt sé, að
Eyjólfur hafi leitað liðsinnis „allra höfðingja." Má nú minnast
orðtækisins: „Allt er þegar þrennt er,“ enda voru þær þrjár,
bjálparsveitirnar, sem börðust með Þorvarði og Austfirðingum
hans á Þveráreyrum þann 19. júlí 1255.
VIII. VALLALAUGARÞING.
Naumast hefir nafn Eiðs í Ási verið þornað í frumriti Eyjólfs-
þáttar, þegar höfundur hans tók að greina frá Háreki í Ási. Milli
oafna þessara Ásverja eru aðeins 38 orð. Ekki er kunnugt um
Ookkurn annan íslenzkan Hárek að fornu, nema Hárek þann í
Heiðarvíga sögu, sem neitaði að greiða Víga-Barða vígsbætur
eEir Flall bróður hans. Þar af hlutust Heiðarvíg og fall Eiðs-
sona. Báðir eru Hárekamir þannig í nánum frásagnatengslum
við Eið í Ási. Nöfnum beggja fylgja og frásagnir um fóstra víg-
sakaraðilanna, þ eirra Víga-Barða og Eyjólfs halta. Er fóstri Barða
naingreindur, en Eyjólfs ekki. Má það nú Ijóst vera, að í Heiðar-
V§a sögu sækir höfundur Eyjólfsþáttar ekki aðeins nafn Eiðs í
Asi. Flárekur og fóstrinn fljóta með Eiði. Heimili Eiðs og menn
possir eru höfundinum hugstæðir, þegar hann ritar næstu máls-
greinarnar, er koma á eftir nafni Eiðs í Eyjólfsþætti. Hér hug-
v32mist honum að láta Þorvarð á Fornastöðum senda mann aust-
rir til Vopnafjarðar og biðja Skegg-Brodda um liðveizlu móti
^yjolli halta. Nafn og heimilisfang handa sendimanni er á tak-
teinum. Bær samnefndur Ási í Hálsasveit var einnig til í Þing-
eyjarþingi og hæfði sæmilega aðstæðum. Þegar svo lýkur frá-
sögninni af sendiför Fláreks í Ási í Kelduhverfi fer höfundur