Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1950, Page 78

Andvari - 01.01.1950, Page 78
74 Barði Guðinundsson ANDVARI ríða síðan til Vallalaugar, svo að vér komum til þingstaðar fyrri.“ . . . Þá mælti húsfreyja: „ . . . Nú vil ég fá yður tjöld og viðu og þrjátíu rnanna vist.“ Hann svarar: „Sýnir þú stórmennsku þína, en ekki eru gistingarlaunin." . . . Þeir tjölduðu ágætt herbergi við þinghelgi til vægðar við Eyjólf.“ Urn það er ekki að villast, hvar hugur höfundar dvelst, þegar þctta er skrifað. Með hliðsjón af Þorgils sögu má hér að nýju rekja hugsanaferil höfundarins í megin atriðum. Skegg-Broddi frá Hofi kemur til þingsins. Hann er þar málamiðlari og manna mestur fyrirferðar. Svo er um Brodda frá Hofi á Vallalaugar- fundunum. Báðir reynast Hof-Broddarnir hinir ráðsnjöllustu og fá tillögum sínum framgengt. Gellir Snæfellingagoði kemur til þingsins með tvö hundruð manns, en „Eyjólfur hafði nær þrjú hundruð manna.“ Allur liðsafli þeirra Þorvarðs Þórarinssonar á Þveráreyrum var um þrjú hundruð rnanns. Hundrað fylgdu honum sjálfum, en tvö hundruð Þorgilsi. Megin hluti þessa liðs hefir farið með foringjum sínum á Vallalaugarfundinn, því að- eins átta menn féllu af því liði í orustunni. Þorvarður Þórarins- son ríður þá til Silfrastaða. Svo og Eyjólfur halti í sinni Skaga- fjarðarför. Má nú glöggt greina, hvers vegna heimboð Þorvarðs á Fornastöðum til Miklabæjar kemur þar við sögu hjá höfundi Eyjólfsþáttar. Framanskráð orðræða Þorvarðs Þórarinssonar, Finn- bjarnar og Þorgils á Jökulsárbökkum, er þeir riðu frá Silfrastöð- um til Vallalaugar, minnir höfundinn á síðustu viðræðu Þor- varðs og Þorgils um héraðsvöld norðanlands, því eins og á efn- inu er haldið í Þorgils sögu, mynda þessar tvær samræður upp- haf og endi hins sama máls. Hinn 21. janúar 1258 lauk sam- tali þeirra Þorvarðs á þenna hátt: „Þorgils bað þá fara spaklega vestur um sveitir. „En þá er þér komið á Miklabæ'," segir hann, „takið þar hestaskipti og slíkan greiða, sem þér þurfið.“ Kvað hann sér mundu falla ósmátt við Þorvarð, frænda sinn. Skildust þeir að því. Bað hvor annan vel fara.“ Fyrir næstu sólarupprás var Þorgils liðið lík, og má segja, að illa væri launað hið rausnar-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.