Andvari - 01.01.1950, Qupperneq 110
106
Baröi Guðmundsson
ANDVARI
Ljósvetninga sögu er Þorvarður aðaliyrirmyndin að Guðmundi
ríka. í þessu sambandi mun þó meira unr það vert, að Kolbeinn
hcimamaður bans var drepinn liinn sama dag sem Gissur
reið til Saurbæjar. Um kvöldið bljóta samræður manna í Saurbæ
að hafa snúizt um Flugumýrarbrennu, befndarvígin að Espihóli
þá um daginn og Gnúpufellsdvöl Kolbeins. Sé gert ráð fyrir því,
að höfundur Ljósvetninga sögu bafi verið þar viðstaddur, verður
öll efnismeðferð hans í kaflanum um Hlenna merkilega auð-
skýrð og þá eklci síst ójöfnurnar í henni. Líflát Kolbeins minnir
höfundinn á hefndartilraun Þorvarðs Þórarinssonar. Af því leiðir
svo, að hann lætur Guðmu.nd, þótt með mestu ólíkindum sé, hafa
mikla virðingu á sínum heimamanni, sem Eilífur vegur. I Saur-
bæ er Guðmundur látinn segja: „Eru þeir hér, ódáðamennirnir,
hjá þér, Hlenni, Eilífur og förunautur hans .... Ger þú annað-
hvort, að þú sel þá fram, ella munum vér brenna upp bæinn.
Engum skal hlýða að drepa heimamenn mína.“ En í Gnúpufelli
segir Guðmundur: „Sel þú fram, Brúni, Eilíf, ódáðamanninn."
Ilinn „ódáðamaðurinn" virðist nú gleymdur. Þessi undanfelling
eða gleymska höfundar er mjög auðskilin. Eilífur var einn um
víg Rindils, og sjónarvottur hafði sagt Guðmundi frá atburðin-
um, svo að ekki var um vegandann að villast. Á Espihóli hremmir
Gissur tvo brennumenn, sem hann áreiðanlega hefir skoðað sem
ódáðamenn og getið þeirra í samræmi við það, þegar hann greindi
frá tíðindum í Saurbæ. Og sá þeirra, sem honum þótti meiri slæg-
ur í, átti dvalarheimili í Gnúpufelli. Minningar um Eyjafjarðar-
reið Gissurar, þá er hann kom „í Saurbæ um kvöldið til Þor-
varðs," virðast valda því, að höfundur lætur Guðmund leita eftir
tveim „ódáðamönnum" í Saurbæ, þótt aðeins gæti verið um einn
mann að ræða, ef fullt samræmi ætti að vera í frásögninni. Þetta
leiðréttir svo höfundur að nokkru, þegar hugur hans beinist að
Gnúpufelli, síðasta heimkynni Kolbeins granar.
Nú bregður svo undarlega við, að frásagnirnar af komu Giss-
urar til Espihóls og Guðmundar ríka til Saurbæjar hefjast á