Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1937, Blaðsíða 8

Andvari - 01.01.1937, Blaðsíða 8
4 Dr. Valttfr Guðmundsson Andvari ið í tveimur stöðum. Var hann síðan hjá Hjalta Thor- berg, lengst á Gunnsteinsstöðum í Langadal, þangað til hann var 11 ára. Fór hann þá til móður sinnar og stjúpa, sem bjuggu á rýru koti, Heiðarseli í Gönguskörðum í Skagafjarðarsýslu, en hjá þeim var hann ekki lengur en tvö ár, eða þar til seinna part sumars 1873, því að þá höfðu þau fastráðið að fara til Ameríku, en hugur Valtýs hneigðist að lærdómi og skólagöngu. Fóru þau til Kanada árið eftir, og þar (í Selkirk Man.) dó Valdís Guðmunds- dóttir á pálmasunnudag 1923, hér um bil 89 ára gömul. Vorið eftir að Valtýr fór frá móður sinni, var hann fermdur af séra Eggert Ó. Briem á Höskuldsstöðum, og hafði verið hjá honum þá um veturinn. Var síðan í ýmsum stöðum, eitt sumar smali á eignarjörð sinni Efra Skúfi í Norðurárdal í Húnaþingi, unz hann lærði undir skóla, ásamt Guðmundi Magnússyni, sem varð prófessor í læknisfræði, hjá séra Páli Sigurðssyni presti á Hjalta- bakka (síðar í Gaulverjabæ), og tók inntökupróf í Reykja- víkur latínuskóla 25. júní 1877. Vorið 1883 tók Valtýr stúdentspróf með fyrstu einkunn, sigldi samsumars til Kaupmannahafnarháskóla og fékk bústað á Garði ásamt Garðstyrk, sem íslenzkir stúdentar höfðu forrétt til að njóta í fjögur ár. Við háskólann las hann norræn fræði, og sótti námið fast, enda munu menn fljótt hafa veitt honum eftirtekt, sem sjá má af því, að honum var falið að þýða á íslenzku málmyndalýsingu Wimmers, og kom þýðingin út 1885, með viðbótargreinum, sem Valtýr hafði frumsamið, um íslenzkt nútíðarmál. Sama ár var hann kosinn í stjórn Hafnardeildar hins íslenzka bókmentafé- lags, og var í stjórn hennar til 1905, síðast (1904—05) forseti deildarinnar. Valtýr lauk meistaraprófi í fræði- grein sinni 31. marz 1887, eftir hálfs fjórða árs nám, hálfu ári fyrr en styrktími hans og Garðvistartími var út
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.