Andvari - 01.01.1937, Blaðsíða 8
4
Dr. Valttfr Guðmundsson
Andvari
ið í tveimur stöðum. Var hann síðan hjá Hjalta Thor-
berg, lengst á Gunnsteinsstöðum í Langadal, þangað til
hann var 11 ára. Fór hann þá til móður sinnar og stjúpa,
sem bjuggu á rýru koti, Heiðarseli í Gönguskörðum í
Skagafjarðarsýslu, en hjá þeim var hann ekki lengur en
tvö ár, eða þar til seinna part sumars 1873, því að þá
höfðu þau fastráðið að fara til Ameríku, en hugur Valtýs
hneigðist að lærdómi og skólagöngu. Fóru þau til Kanada
árið eftir, og þar (í Selkirk Man.) dó Valdís Guðmunds-
dóttir á pálmasunnudag 1923, hér um bil 89 ára gömul.
Vorið eftir að Valtýr fór frá móður sinni, var hann
fermdur af séra Eggert Ó. Briem á Höskuldsstöðum,
og hafði verið hjá honum þá um veturinn. Var síðan í
ýmsum stöðum, eitt sumar smali á eignarjörð sinni Efra
Skúfi í Norðurárdal í Húnaþingi, unz hann lærði undir
skóla, ásamt Guðmundi Magnússyni, sem varð prófessor
í læknisfræði, hjá séra Páli Sigurðssyni presti á Hjalta-
bakka (síðar í Gaulverjabæ), og tók inntökupróf í Reykja-
víkur latínuskóla 25. júní 1877. Vorið 1883 tók Valtýr
stúdentspróf með fyrstu einkunn, sigldi samsumars til
Kaupmannahafnarháskóla og fékk bústað á Garði ásamt
Garðstyrk, sem íslenzkir stúdentar höfðu forrétt til að
njóta í fjögur ár. Við háskólann las hann norræn fræði,
og sótti námið fast, enda munu menn fljótt hafa veitt
honum eftirtekt, sem sjá má af því, að honum var falið
að þýða á íslenzku málmyndalýsingu Wimmers, og kom
þýðingin út 1885, með viðbótargreinum, sem Valtýr hafði
frumsamið, um íslenzkt nútíðarmál. Sama ár var hann
kosinn í stjórn Hafnardeildar hins íslenzka bókmentafé-
lags, og var í stjórn hennar til 1905, síðast (1904—05)
forseti deildarinnar. Valtýr lauk meistaraprófi í fræði-
grein sinni 31. marz 1887, eftir hálfs fjórða árs nám,
hálfu ári fyrr en styrktími hans og Garðvistartími var út