Andvari - 01.01.1937, Blaðsíða 23
Andvari
Dr. Valtýr Guðmundsson
19
dr. Valtýr harðskiptinn í deilum, og sparði sig lítt í
sóknum á hendur stjórninni. Á alþingi 1907 urðu svo
miklar sennur hans og ráðherra um fjármálin, að sum-
um þótti nóg um.
I deilunni um sambandsmálið 1908 var allur þorri
þjóðræðis- og landvarnarmanna á móti frumvarpi sam-
bandslaganefndarinnar, en dr. Valtýr var frumvarpsmað-
ur, og varð hann því viðskila við flokk sinn. Við al-
þingiskosningarnar þá um haustið bauð dr. Valtýr sig
fram á Seyðisfirði. Frumvarpsandstæðingar, sem einu
nafni nefndust sjálfstæðisflokkur, gjörsigruðu, og ónýtti
sá flokkur kosningu dr. Valtýs. Sat hann því ekki á
fcingunum 1909 né 1911, en var þingmaður Seyðis-
fjarðarkaupstaðar á aukaþinginu 1912 og reglulegu al-
Hngi 1913; var hann í hinum svo nefnda sambands-
ílokki 1912, en utan flokka 1913. Var það síðasta þing-
sem hann sat, og er þátttöku hans í íslenzkum stjórn-
roálum þar með lokið.
Stjórnmálin tóku svo mjög hug og starfskrafta dr.
Valtýs, að um fræðimennskuna varð framhaldið ekki að
Því skapi, sem vænta hefði mátt eftir byrjuninni. Þó
komu altaf öðru hvoru af hans hendi ritgerðir um efni
norrænni og íslenzkri menningarsögu, og birtust marg-
ar þeirra í hinum þýzku málfræði- og fornfræðaritum
*Pauls Grundriss der germanischen Philologie* og
Hoops Realleksikon der Germanischen Altertumskunde*.
Árið 1902 kom út eftir hann bókin Islands Kultur ved
^zrhundredskiftet 1900, vel rituð bók um menningu,
Hóðskipulag og bókmenntir íslendinga, og var hún þýdd
a þýzku. Áður er minnst á tímaritið Eimreiðina, sem
slofnuð var af hlutafélagi 1895, en dr. Valtýr mun brátt
hafa eignazt alla hlutina, og var hann ritstjóri tímarits-
lns ^á byrjun þar til 1917, að hann seldi Eimreiðina