Andvari - 01.01.1937, Blaðsíða 73
Andvari
Mídas konungur vorra tíma
69
krónurnar, þá hætta þær um leið að yerða hluti eigna
minna, og eg gæti alveg eins gefið þær. Þetta er nákvæm-
lega það, sem á sér stað um gullforða í bönkum, ef
honum á aldrei að eyða, hvað sem yfir kann að dynja.
Það eru sjáanlega aðeins leifar gamallar villimennsku,
að lánstraust þjóðar skuli enn að nokkru leyti miðast við
raunverulegt gull. í innanlands viðskiptum manna á milli
er notkun gullsins horfin úr sögunni. Fyrir ófriðinn var
það enn notað til að greiða með smáupphæðir, en fólk,
sem vaxið hefir upp eftir ófriðinn, hefir tæplega séð gull-
Pening. Engu að síður er enn látið í veðri vaka, að
^iárhagslegt öryggi hvers manns sé komið undir gullforða
aðalbankans í landi hans, svo sem þetta væri fyrir ein-
hvers konar dularfullar særingar. Þessi kyngi náði enn
kngra á ófriðartímunum, þegar neðansjávarbátarnir gerðu
það of áhættusamt að flytja gull yfir höfin. Þá var látið
heita svo, að af gulli því, sem unnið var í Suður-Afríku,
væri sumt í Bandaríkjunum, sumt í Englandi, sumt í
Frakklandi o. s. frv., en í raun og veru var það allt í
Suður-Afríku. Því ekki að gera töfrana enn meiri og láta
heita svo, að gullið sé grafið og unnið, þó að það sé í
raun og veru látið óhreyft í iðrum jarðarinnar.
Fræðilega á gildi gullsins að vera fólgið í því, að það
veiti trygging gegn óráðvendni ríkisstjórna í fjármálum.
Þetta væri gott og blessað, ef nokkur vegur væri að
neYða stjórnirnar til að halda sér við gullið á kreppu-
t'mum. En reyndin verður sú, að þær hika ekki við að
V'kja frá því, hvenær sem þeim býður við að horfa.
Allar þjóðir Norðurálfunnar, sem þátt tóku í ófriðnum,
felldu gengi gjaldeyris síns og komu sér þannig hjá því að
9reiða meira eða minna hluta af skuldum sínum. Þýzka-
land og Austurríki smeygðu fram af sér öllum innanríkis-
skuldum sínum með gjaldeyrishruni. Frakkar lækkuðu