Andvari - 01.01.1937, Blaðsíða 99
Andvari
ísland í norraenum sögunámsbókum.
95
sneitt hjá að dæma um efnisval. í þessu áliti verður
Sagnrýninni aðeins beint að þeim stöðum, þar sem um-
fflæli um sögu íslands virðast óréttmæt og þurfa endur-
skoðunar.
I norskum námsbókum er saga Islands í mörgum atrið-
unr sett fram á villandi hátt og þannig, að það hlýtur
að láta illa í eyrum íslenzkra lesenda. Auk þess eru þar
býsna margar fullyrðingar, sem eiga sér engan stað
1 heimildunum, og þessar fullyrðingar eru oft, því
toiður, litaðar meira og minna í ákveðnum tilgangi.
Hugmyndin, sem ýmsar af þessum kennslubókum gefa,
er í fáum orðum þannig: íslendinga ber eigi að telja
þjóð í sama skilningi og aðrar norrænar þjóðir, en fremur
kta á þá sem norska menn eða eina grein Norðmanna.
^f því leiðir, að fornbókmenntir og tunga íslendinga eru
kölluð norska. Þessari heildarskoðun er rneira að segja
beinlínis haldið fram með áherzlu í einni kennslubókinni.
Og ávöxtur slíkrar söguskoðunar hljóta að sjálfsögðu að
yera önnur eins ummæli og þau, að það hafi verið Norð-
nienn, sem byggðu Grænland og réðust í Vínlandsferð-
irnar, — að þegar Snorri ritaði »norsku konungasög-
urnar*, hafi hann verið að semja sögu síns eigin lands,
~~ verk Snorra geti ekki gleymzt meðan Norðmenn
finnist í Noregi, — að einar fimmtíu »gama!norskar«
®ögur hafi fundizt á íslandi, — að Guðbrandur biskup
orláksson hafi þýtt biblíuna á »gama!norsku« — að ís-
endingum hafi fundizt þeir stöðugt vera grein af stoín-
mum norska o. s. frv.
Þó að ótrúlegt sé, er það engu síður ljóst, að kjarni
mðfangsefnisins í álitinu hér á eftir verður að vera
Paö, hvort réttmætt sé að telja íslendinga norska eða
Sretn af norsku þjóðinni. Tilfærðu dæmin sýna nefni-
e9a, að margir norskir námsbókahöfundar eru alger-