Andvari - 01.01.1937, Blaðsíða 94
90
Hvernig skapast kvæði og sögur?
Andvari
eru sú heild, sem brolið gengur upp í. M. ö. o., þessi
ekkja er fulltrúi eða tákn stallsystra sinna. Hátturinn var
valinn þannig, að látlaus væri og eftirlátur við mjúk orð
og þó um leið til þess fallinn að ríma kjarnyrði. Tilbreyt-
ingin í hættinum er sú ein, að tvær fyrri Ijóðlínur í hverri
vísu eru endingarlausar (hnepptar), tvær þær síðari með
ending. Efnið sjálft á að sjá um tilbreytingu að mestu
leyti. — Þó að þetta kvæði sé gert af yfirlögðu ráði,
var meðgöngutími skáldhyggjunnar stuttur, og eigi var
það gert í yfirlegu, né heldur er kvæðið tangarbarn.
Annað kvæði ætla ég að nefna: Hafþök (lesið nýlega í
útvarpi, óprentað). Svo má að orði kveða, að meðgöngu-
tími þess hafi verið hálf öld, eða þó fimm vetrum betur.
Síðan ísaveturinn 1880—’81 læsti frosti í fætur mína
svo óþyrmilega, að ég finn enn nístinginn. Síðan hefir
mér leikið hugur á að gera kvæði um þann vágest. En
mér þótti sem ég mundi naumast vera þess umkominn
að halda til jafns við Mafthías og Einar Benediktsson á
þessu heljarsviði. Lítils háttar atvik jók mér þó djörfung og
hugrekki til að reyna þessa kvæðisgerð: Svo bar við vetur-
inn n. 1. (1936), að Árni Pálsson prófessor rakst á mig á
Austurstræti og mælti formálalaust, upp úr eins manns hljóði;
»Hvenær ætlar þú, Sands-bóndi, að yrkja kvæði um haf-
ísinn? Það væri við þitt hæfi*. Ég svaraði á þá leið, að
stórskáld væri búin að yrkja um landsins forna fjanda
og hið »hvíta grjót« og að mér mundi verða ofraun að
halda til jafns við þau, en eftirbátur vildi ég ógjarna
verða. Ég fór síðan heim til mín norður að íshafi, lifði
þar í nábýli við heljar-vetur snjóa, og geig, sem ægði
öllum landslýð norðan og austan lands, vegna harðinda
og samgangna-skorts. Nú komst eg á réttan kjöl, ef svo
mætti segja, þ. e. komst í — ekki stemningu, heldur
þann ham, sem hæfa mundi viðfangsefninu. Nú lá laust