Andvari - 01.01.1937, Blaðsíða 107
Andvari
ísland í norrænum sögunámsbókum.
103
heimildirnar frá norskri þátltöku í byggingu Qrænlands
~~ hvað þá frá því, að það hafi verið Norðmenn, sem
námu landið? — Hjá elzta og áreiðanlegasta sagna-
ritara vorum, Ara Þorgilssyni, segir stutt og ákveðið:
sLand þat es kallat es Grænland, fannsk ok byggðisk
af Islandi*, og þessu er hvergi mótmælt í heimildum,
heldur staðfest. Þó að Eiríkur rauði hafi líklega fæðzt
a Jaðri, breytir það ekki þeirri staðreynd, að Grænland
sögualdar var íslenzk nýbyggð, en ekki norsk.
Annars eru óréttar frásagnir kennslubókanna um
Qraenlandsbyggð og Vínlandsferðir þýðingarlitlar í sam-
anburði við þær skilgreiningar, sem stundum eru not-
aðar um stofnun norsk-íslenzka sambandsins 1262—64.
f tveimur kennslubókum bera kaflarnir, sem fjalla um
betta, yfirskriftirnar Ȓsland kemst undir Noreg* og
*Island gefur sig undir Noreg<, og á einum stað er blátt
áfram sagt, að Alþingi 1262 hafi »samþykkt að eyjan
shyldi vera norskt skattland*. Furðulegast er þó, þegar
fullyrt er af einum höfundinum, að ísland hafi »verið lagt
undir Noreg< á dögum Hákonar Hákonarsonar, en tekið
ffam um Noreg, að hann hafi eftir 1536 »haldið áfram
að vera sérstakt ríki«.
Næst lægi að trúa því, að slík ummæli um eðli hins
n°rsk-íslenzka sambands hefði komizt inn í námsbæk-
Urnar af hreinni og beinni vangá. En því er varla að
neilsa. Sömu skökku hugmyndirnar endurspeglast nefni-
e9a í orðasamböndum eins og »ísland, hið gamla norska
skattland<, og þegar talað er um ísland sem norska hjá-
endu. Gleggst koma þær þó í ljós, þar sem rætt er um
Hðargerðina í Kiel 1814. Þá er fáfræði Svía í Noregs-
®°9U álilin orsök þess, að þeir kröfðust ekki íslands.
or skiptir ekki máli, þótt þetta sé rangt, aðalatriðið
er' að þessi ímyndun hlýtur að byggjast á þeirri skoð-