Andvari - 01.01.1937, Blaðsíða 30
26
Fiskirannsóknir
Andvari
störf a8 vetrarlagi, og hefi smám saman sagt frá þeim í
skýrslum mínum. Tilgangurinn með þeim hefir einkum
verið sá að mæla þorsk og fylgjast með hrygning hans
og nokkurra annarra nytjafiska, sjá fæðu þeirra og gera
ýmsar fleiri líffræðilegar athuganir, sem tækifæri gafst
til, og svo gefa gaum framförum Grindvíkinga í veiðiskap
og útgerð.
Fyrri vorferðina fór ég undir vertíðarlokin, 1.—11.
maí. Var róið þar þessa daga með lóð og beitt síld
heimaveiddri þar um vorið, en hún þótti fremur léleg
beita (of mögur) og var fiskur fremur tregur, 200—500
á bát, en mest allt vænn þorskur1), í sæmilegum hold-
um, sumir vel lifraðir og fáir lifrarlitlir. Flest af hon-
um var útgotið, einkum hrygnurnar, en hængar all-
margir ógotnir, enda var nú (8.—10. maí), komið að ver-
tíðarlokum (11. maí). En eftir þau sést fátt af ógotnum
fiski og helzt hængar, magrar eftirlegukindur, jafnvel
fram í júlí. En yfirleitt »kveður* fiskurinn fljótt, að lok-
inni hrygningu, sem kunnugt er. Af öðrum fiski en þorski
var yfirleitt fátt, eins og vant er, enda ekki lagt sig
eftir að veiða neitt af honum og hann tæplega hirtur,
nema lítið eitt til soðs, hitt fer nú allt í hausaruslið. Af
fiski af þessu tæi sá ég einkum ýsu, smáa keilu og
tindaskötu (tindabikkju) og svo einstaka stórufsa, smá-
löngu, stóra-karfa og skrápkola og hjá einu skipi mik-
ið af háfi, hrygnur með stór egg. í gömlum fiskúrgangi
sem lá til þurkunar, sá ég allmargt af smásteinbít. Slang-
ur af stórum skarkola, smálúðu, 1 þykkvalúru (»sólkola«),
litla-karfa og nokkuð af »ruslfiski« þeim, sem áður var
talinn. Við bryggjuna í Járngerðarstaðahverfinu var nú
eins og endrarnær, síðari árin, mergð af smáufsa (2—3
1) Um aldur hans sjá bls. 29, neðanmáls.