Andvari - 01.01.1937, Blaðsíða 9
Andvari .
Dr. Valtýr Guðmundsson
5
runninn, og var það óvenjulega stuttur námstími, en
prófið var gott. Að loknu prófi varð hann kennari við
>Borgerdydskolen« í Kaupmannahöfn, og hélt þeirri stöðu
þar til hann varð alþingismaður, 1894. í febrúarmánuði
1889 hlaut hann doktorsnafnbót fyrir rit sitt Privatboligen
pá Island i Sagatiden samt delvis i det övrige Norden, og
er sú bók enn höfuðrit um íslenzka húsagerð á sögu-
öldinni. Sama ár kvæntist hann Onnu, dóttur Jóhannes-
ar sýslumanns Guðmundssonar, systur Jóhannesar bæj-
arfógeta, og var árið eftir skipaður dósent við Kaup-
mannahafnarháskóla í sögu fslands og bókmenntum.
Það embætti var upphaflega stofnað handa Gísla Brynj-
ólfssyni, og gegndi hann því til æfiloka (1888), en síðan
var embættið óveitt, þar til Valtýr fékk það. Tveim ár-
um eftir að dr. Valtýr varð dósent, var hann kjörinn
í stjórn (fornritadeild) hins konunglega norræna forn-
fræðafélags, og sat í henni til æfiloka.
Þrátt fyrir námskapp Valtýs kom pólitískur áhugi
hans í Ijós þegar á stúdentsárunum, meðal annars í fyrir-
lestri um merki íslands, sem hann hélt bæði í íslend-
ingafélaginu í Kaupmannahöfn og í Reykjavík, og prent-
aður er í Rvík 1885, ásamt kvæði um fálkamerkið,
einnig eftir Valtý. Þá var hægt fyrir íslendinga búsetta
í Kaupmannahöfn að taka þátt í stjórnmálum hér á landi
og sitja á alþingi, og þegar dr. Valtýr var kominn í
embætti við háskólann, tók hann að hugsa til þing-
mennsku. Hann var kosinn á þing í Vestmannaeyjum í
júnímánuði 1894, mest fyrir tilstilli Jóns Magnússonar,
sem var þar sýslumaður. Þá um sumarið var aukaþing
út af stjórnarskrármálinu, og var það fyrsta þing dr.
Valtýs. Var hann þá einn helzti fylgismaður þess ný-
roælis, að veita fyrirhuguðu ensk-íslenzku félagi leyfi
°S fjárstyrk til járnbrautalagninga á íslandi, og til að