Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1937, Síða 78

Andvari - 01.01.1937, Síða 78
74 Mídas konungur vorra tíma Andvari mála. Ef þú framleiðir og selur einhverja vörutegund, eru tveir flokkar mannkynsins, sem hafa mikla þyðingu fyrir þig: annars vegar keppinautar þínir og hins vegar viðskiptavinir þínr. Keppinautar þínir eru þér til meins, en af viðskiptavinunum hefir þú ærið gagn. Keppinaut- arnir eru fáir, og má heita, að þú hafir þá fyrir augunum. En viðskiptavinirnir eru dreifðir víðsvegar, og þú þekkir fæsta þeirra. Af þessu leiðir, að þú gerir þér ljósari grein fyrir keppinautum þínum en viðskiptavinum. Má vera, að þetta sé ekki svo um þitt næsta umhverfi, en þegar til þeirra kemur, sem fjær búa, er því áreiðanlega svo farið, að þú telur þá yfirleitt hafa fjárhagslegra hagsmuna að gæta, er sé andstæðir þínum hagsmunum. Til þessa eiga verndartollar rót sína að rekja. Á erlendar þjóðir er fremur litið sem keppinauta en líklega viðskiptavini, og fyrir því hika menn ekki við að láta ganga úr greipum sér erlenda markaði til þess að losna við erlenda keppi- nauta. Einu sinni var slátrari í smábæ, sem hataðist við aðra slátrara í bænum fyrir það, að þeir tóku frá honum viðskiptavinina. Til þess að koma þeim á kné, gerði hann alla bæjarbúa að jurtaætum, en sá þá, sér til mikillar undrunar, að hann var jafnilla farinn og þeir. Bjánaháttur þessa manns má virðast ótrúlegur, og þó eru stórveldin honum ekki hyggnari. 011 hafa þau séð, að utanríkis- verzlun auðgar aðrar þjóðir, og öll hafa reist tollmúra til að koma utanríkisverzluninni á kné. Öll eru þau svo undrandi yfir því, að þau eru, hvert um sig, jafnilla farin og keppinautarnir. Ekkert þeirra hefir verið þess minnugt, að öll verzlun er gagnkvæm, og að erlend þjóð, sem selur annarri þjóð, kaupir af henni líka, annað hvort beint eða óbeint. Ástæðan til þess, að þau hafa ekki munað þetta, er sú, að óvild þeirra til annarra þjóða hefir gert þau ófær til að hugsa skynsamlega um erlend viðskipti.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.