Andvari - 01.01.1937, Blaðsíða 56
52
Fiskirannsóknir
Andvari
mundsson, bóndi í Lóni, maður gagnkunnugur vatninu,
skrifaði mér og tjáði mér þá nýung, að þar væri farinn
að veiðast smár sjávarfiskur, mest skarkoli, sem hann
fullyrti, að hrygndi þar í Lónunum, enda þótt þau væru
ósaltari en sjórinn. Einnig sagði hann þar margt af ýms-
um sjófiskaseiðum. Bað ég hann að ná í eitthvað af
þessum seiðum og vatn úr botni lónanna og gerði hann
það haustið 1935. Eg rannsakaði þessi gögn og skal
nú skýra stuttlega frá því, en set hér fyrst lýsingu
Bjarnar á Lónunum. Hún er þessi:
>Lónin hérna eru allstórt vatn og skiptast í tvo hluta
af gömlum sjávarkambi úr möl, er gengur þvert yfir
þau frá austri til vesturs. Tvö sund, >Ósarc eru í gegn-
um kambinn og er annað ca 3 m djúpt, hitt grynnra.
Nefnast hlutarnir Vtri- og Innri-Ión, eftir legu þeirra.
Vtri-lónin eru öll grunn, ca 2 m, nema litlir pollar út
af báðum ósunum, sem eru 8 —10 m djúpir. í því er
sandbotn. Stærðin er ca 1200 m, frá suðri til norðurs
og lítið eitt minni frá austri til vesturs. Innri lónin eru
stærri og er þar á allstóru svæði ca 14 m dýpi og þar
leirkesjubotn [kesja = leðja]. Liggur hraun að því sunn-
anverðu á stóru svæði og eru þar margar og stórar
uppsprettur, mismunandi heitar, frá 3—10° R.«
>Fyrir nokkrum árum varð allmikil breyting á ósi
þeim, er gengur úr Vtri-lónunum út í sjó. Hann lengd-
ist til muna og samtímis breikkaði sandbáran milli lón-
anna og sjávarins, einkum í stórbriminu, þegar botn-
vörpuskipið >Leifur heppni* fórst. Þá nam aukningin ca
80 m, og síðan hefir bæzt drjúgt við«.
>Vatnið í Lónunum er ferskt nú orðið. Áður, fyrir ca
20 árum, meðan sandaldan var mjó og ósinn beinn,
rann með flóðinu talsvert inn í Lónin, svo saltbragð