Andvari - 01.01.1937, Blaðsíða 26
Andvar
Fiskirannsóknir 1935—36.
Skýrsla til stjórnarráðsins.
Eftir Bjarna Sæmundsson.
Fiskirannsóknastarf mitt síðustu tvö árin hefir í heild
tekið verið svipað og undanfarin ár: það hefir aðallega
verið ritstörf, rannsóknir heima fyrir, rannsóknarferðir,
upplýsingastarf og svör upp á fyrirspurnir, svo og að-
stoð við fiskirannsóknir Dana hér við land. — í fjar-
veru mag. Árna Friðrikssonar var ég, í vor er leið,
samkvæmt ósk atvinnumálaráðherra, með í ráðum um
undirbúning rannsóknanna, sem gerðar voru á varð-
skipinu »Þór« á síðastliðnu sumri. — Loks má geta
þess, að ég hefi, samkvæmt skipun stjórnarráðsins átt 4
síðustu ár (ólaunað) sæti í nefnd þeirri, sem samkvæmt
lax- og silungsveiðalögunum frá 1932 á að sjá um fram-
kvæmd þeirra, þangað til sérstakur veiðimálastjóri verð-
ur skipaður.
1. Ritstörf.
Ég gat þess í síðustu skýrslu minni, að ég hefði ár-
in 1933—34 samið bók um íslenzka fugla (íslenzk dýr
III.). Var farið að prenta hana sumarið 1935 og var
svo til ætlazt, að hún yrði fullprentuð fyrir lok þess árs,
en ýmis óviðráðanleg atvik töfðu prentunina svo mikið,
að hún kom ekki út fyrr en í vor er leið. Bók þessi
er allmikið rit, nál. 45 arkir, með fjölda mynda. Enda