Andvari - 01.01.1937, Side 58
54
Fiskirannsóknir
Andvari
vert marga kola dauða í botninum, hvort sem þessi þurrð
stafar af því, að hann hafi drepizt þá um vorið eða af
einhverju öðru«.
»Enga tilraun hefi ég gert til að komast að seltunni
niðri við botninn — hve mikil hún er —, en að Lónin
séu þar saltari, en á yfirborðinu tel ég engum efa undir-
orpið og dreg það af skeljum o. fl., sem ég hefi fengið
upp í netjum*.
»í Lóninu er mikið af átu, allskonar ormar, skelfiskur
(kræklingur, bobbar) og marflær«.
Þetta er lýsing Bjarnar, skýr og ítarleg, það sem
hún nær. Haustið 1935 sendi hann mér dálítið safn af
seiðum, og vatnsprufu, eins og áður er getið. Seiðin
reyndust að vera: 10 þorskseiði (40—61 mm), 2 ufsa-
seiði (47—51 mm), öll á 1. ári, og 1 hornsíli (34 mm),
tekin í dráttarnet í ósnum 21. ág. 1935, einnig 2 skar-
kolaseiði (50—55 mm), fjöruð uppi inni í lóninu 10. sept.
s. á., ásamt 2 lifandi smákolum, sem hann sleppti í
lónið; en af þessum seiðum var mergð í ósnum þann
dag. Loks sendi hann mér vatnsprufu frá botni á 7 faðma
dýpi í lóninu 12. des. s. á. Reyndist seltan 22,24 °/oo,
eða ca. 2/3 af seltu í fullsöltum sjó hér við land, en
samtímis mun lítt salt eða ósalt vatn hafa verið þar á
yfirborðinu.
Þessi gögn staðfesta lýsingu Bjarnar á lónunum og
sýna sama svipinn á þeim og á öðrum lónum, eins og
Miklavatni í Fljótum og Ólafsfjarðarvatni, sem ég hefi
kannað (Skýrsla, 1900, »Andvari« XKVI., bls. 63 — 67),
svo ekki er að undra þó sjófiska ungviði gangi í þau
og vaxi þar upp, og alkunnugt er það um skarkolann,
að hann gengur á fyrsta sumri æfi sinnar í mergð í
Hornafjörð og önnur lón í A.-Skaftaf.sýslu, og er veiddur
þar frá fornu fari sem óþroskaður smáfiskur (»Iúrna-