Andvari - 01.01.1937, Blaðsíða 98
Andvari
ísland í norrænum sögunámsbókum.* 1
Eftir Barða Guðmundsson.
í sögunámsbókum á Norðurlöndum eru kaflarnir um
ísland mjög stuttorðir. Það á sérstaklega við sænskar
námsbækur. Sé þar getið íslands eða íslendinga, er það
helzt í sambandi við vesturvíking og fund Grænlands og
Vínlands. Stöku sinnum er þó líka talað um Snorra
Sturluson og ritstörf hans. Nokkrar af norsku námsbók-
unum og fáeinar danskar gefa sögu þjóðveldistímans til-
tölulega gott rúm, en um ísland eftir 1261 finnst í flest-
um bókum lítið eða ekkert. Við því var ekki heldur að
búast að finna mikla fræðslu um Islendinga í kennslu-
bókum Svía, svo fá sem skipti þeirra þjóða hafa verið,
en hitt vekur meiri furðu, að til eru einnig norskar og
danskar kennslubækur, sem minnast varla á ísland. '
En þar sem það verður að vera sérmál höfundanna,
hvaða efni þeim finnst svara tilgangi sínum, skal hér
1) Grein þessi birtist fyrst á norsku í ritinu Nordens lároböcker
i historia, Helsingfors 1937. í þeirri bók, sem gefin er út af Nor-
ræna félaginu, eru lagðar fram niðursföður sérfróðra manna, sem
félagið fékk tií þess í hverju Norðurlandanna um sig að gagnrína
meðferð á sögu þess lands í kennslubókum hinna þjóðanna allra.
Rannsóknina af íslands hálfu gerði Barði Guðmundsson. Þar sem
þetta rit kom út í litlu upplagi og er hér í fárra manna höndum,
þótti félagsstjórninni rétt að birta grein Barða á íslenzku. Ðjörn
Sigfússon hefur annazt þýðinguna.