Andvari - 01.01.1937, Blaðsíða 39
Andvari
Fiskirannsóknir
35
B. Loðnuleysið við S- og V-ströndina undarfarin ár.
Það er gamalþekkt fyrirbrigði, að loðnan fer að sýna
sig í hrygningarerindum við S-strönd landsins, þegar í
Sóubyrjun (eftir miðjan febr.), en þó mest nál. jafndægr-
unum og fram í apríl. Verður hennar tíðast fyrst vart
1 Hornafirði, sem hún gengur inn í og dvelur oft lengi
og við sandana í A-Skaftafellssýslu; svo fer hún að
sýna sig út (vestur) með Söndunum í Meðallandi, Mýr-
dal, undir Eyjafjöllum og í Landeyjum og þá tíðast
lafnframt í Vestm.eyjum. Fara menn þá að búast við
henni í Stokkseyrar-, Þorlákshafnar-, Selvogs- og Grinda-
víkursjó, þótt hún svíkist reyndar stundum um að koma
*ið þar. Þegar að Reykjanesi kemur, heldur hún oft á-
íram um Hafna- og Miðnessjó, einkum í austlægri átt,
°9 inn í Garðsjó og jafnvel inn um allan Faxaflóa, en
ef áttin er norðlæg, er hætt við, að hún fari fram hjá
ílóanum norður í »kringum ]ökul«, því að svo er litið
a> aÖ hún sæki á vindinn. Ef gert er ráð fyrir því, að
ioðnan gangi á þessum ferðum sínum mest nærri landi,
frá er full ástæða til að líta svo á, að hún virkilega
8angi sólarsinnis, eða eins og straumar liggja, 3= úr haf-
lnu úti fyrir Austurlandi, vestur með S-ströndinni og
svo norður með N-ströndinni, jafnvel allt til Vestfjarða
(þar sem tíðast ber fremur lítið á henni á vorin). —
^etta ferðalag loðnunnar er aðallega hrygningarganga
(®ti fær hún lítið á útmánuðum við S- og V-strönd-
ina), því að á þessum tíma er kjörhiti hennar til hrygn-
jngar (c. 6° C við yfirborð sjávar) við S- og SV-strönd-
■na, síðar við NV-, N-, og A-ströndina (sbr. Fiskana, bls.
374).
Eins og kunnugt er, eru þessar gotgöngur loðnunn-
ar stórmerkilegt atriði fyrir fiskveiðar á þessum slóðum