Andvari - 01.01.1937, Blaðsíða 20
16
Dr. Valtýr Guðmundsson
Andvari
frumvarp síðasta alþingis, með þeirri breytingu, sem
heitið var í konungsboðskapnum 10. janúar að gefinn
skyldi kostur á, en raunar fylgdi önnur breyting, er ýms-
um var miður geðfelld, sem sé beint ákvæði um það,
að ráðherra íslands skyldi bera upp fyrir konungi í
ríkisráðinu lög og aðrar mikilvægar stjórnarráðstafanir.
Ekki að síður samþykkti þingið frumvarp stjórnarinnar
með öllum atkvæðum, en flokkarnir deildu um það,
hvorum þeirra stjórnarbótin væri að þakka. Enda gátu
báðir flokkar þakkað sér hana með nokkurum rétti. Dr.
Valtýr og fylgismenn hans höfðu haldið stjórnarskrár-
málinu á þeirri samningabraut, sem bent var til með
þingsályktuninni 1895, og árangurinn af pólitískri starf-
semi þeirra, beggja megin pollsins, var frumvarp alþingis
1901, en það lagði stjórnin til grundvallar frumvarpi
sínu 1902, þó að gerðar væru þær breytingar, sem nú
voru greindar. Bentu valtýingar á það, að tveggja ráð-
gjafa skipulag, slíkt sem gert var ráð fyrir í tíu manna
frumvarpinu, væri alveg úr sögunni, en þá tilhögun
höfðu þeir talið mjög óheppilega, og mun íslandsráð-
gjafinn í vinstristjórninni, Alberti, hafa verið þeim sam-
mála að því leyti. Hins vegar hefur mótspyrna heima-
stjórnarmanna gegn búsetu æðstu sérmálastjórnar vorrar
í Kaupmannahöfn vafalaust sýnt vinstrimönnum í Dan-
mörku fram á það, að minni tilslökun við oss en flutn-
ingur sérmálastjórnarinnar inn í landið, mundi varla gefa
svo mikið sem stundarfrið um stjórnarskipunarmál íslands.
Alþingi var rofið að nýju, kosningar fóru fram vorið
1903, og heimastjórnarflokkurinn sigraði enn. Foringjar
beggja flokka komust nú afíur á þing, og var dr. Valtýr
kosinn í Gullbringu- og Kjósarsýslu. Alþingi 1903 sam-
þykkti stjórnarskrárfrumvarpið frá árinu áður óbreytt,
með öllum atkvæðum gegn einu, séra Sigurðar Jens-