Andvari - 01.01.1937, Blaðsíða 71
Andvari
Mídas konungur vorra tíma
67
tautar, tek eg ekki á móti greiðslum í nokkru því, sem
eg get haft hið minnsta gagn af«. Ef hinn ímyndaði
Róbínson Krúsóe hagaði orðum sínum þannig, myndum
við álykta, að einveran hefði svipt hann vitinu. En þetta
er einmitt orði til orðs það, sem Bandamenn hafa sagt
við Þjóðverja. Þegar það er heil þjóð, en ekki einstak-
lingur, sem missir vitið, er brjálæðið talið merkileg
fjármálaspeki.
Róbínson Krúsóe hagar sér að því einu leyti, er máli
skiptir, öðruvísi en heil þjóð, að hann skipar tíma sínum
skynsamlegar niður en þjóðin gerir. Ef einstakur maður
á kost á að fá sig fataðan fyrir ekki neitt, eyðir hann
ekki tíma sínum í að sauma sér föt. En þjóðirnar Iíta
svo á, að þær eigi að framleiða allt, sem þær hafa þörf
tyrir, nema skilyrði náttúrunnar, svo sem loftslag eða
tsss háttar, sé því til hindrunar. Ef þjóðirnar léti stjórnast
skynsamlegu viti, myndi þær skipa því með alþjóða-
Samningi, hvað hver þjóð ætti að framleiða, og myndi
ekki fremur taka í mál, að hver þjóð framleiddi allt,
sem hún hefir þörf fyrir, en einstaklingar láta sér koma
sl'kt til hugar. Enginn einstaklingur ber við að gera allt
1 senn: sauma sér fötin sín sjálfur, gera sér á fæturna,
rsisa sér hús o. s. frv., vel vitandi, að ef hann gerði
kað, yrði ómyndarbragur á öllu saman og þægindin af
skornum skammti. Ef Bandamenn hefði borið skyn á það,
^yndi þeir hafa látið Þýzkaland inna skaðabótagreiðsl-
Urnar af höndum í sérstaklega tilgreindum vörutegundum,
sem þeir hefði þá hætt að framleiða sjálfir. Mönnum,
ssm við það hefði orðið atvinnulausir, hefði þá þurft
að koma til annarra verka, og það hefði átt að gera á
°pinberan kostnað, En þetta var ekki kleift nema með
Pvi skipulagi á atvinnumálunum, sem er gagnstætt hleypi-
ómum þeirra, er fyrir þeim ráða,