Andvari - 01.01.1937, Blaðsíða 50
46
Fiskirannsóknir
Andvari
eftir miðjan apríl, stundum ekki fyrr en í maí og er þar
langt fram á haust, jafnvel fram í nóv., eins og sýnt
hefir sig tvö síðustu ár, þar sem hún hefir veidd í stór-
um stíl á þeim tíma til söltunar og útflutnings. Má ef-
laust telja þetta svæði eitt af merkustu síldarmiðum
landsins og næsta furðanlegt, að það var síldveiðimönn-
um »ónumið Iand< þangað til á þessari öld.
Um sama leyti og síldin fer aðsýna sig á djúpmiðunum
(Eldeyjarbanka o. fl.), er hún komin inn í Jökuldjúp og
líður þá tíðast ekki á löngu, áður en hún sé komin inn
í Garðsjó, inn í Keflavíkursjó, jafnvel inn undir Voga-
stapa eða lengra inn með, alt inn í Hafnarfjörð og KoIIa-
fjörð (stundum hjá Viðey), eins og gerðist 26]4 —35,
eða hún leitar af Köntunum (N.-Köntum) inn á grunnin
í miðjum Flóanum: Hraunin og Sviðið, eða úr Jökul-
djúpinu inn og norður í norðanverðan Flóann, inn undir
Mýrar og Staðarsveit. Það ber jafnvel við, að hún sjáist
inni í Borgarfirði og í Hvalfjörð gengur hún eflaust
stundum. Mest er þetta gotin síld (vorg.) eða ógotin
(sumargotsíld), sem ætlar að hrygna í flóanum. En eftir
því sem á líður, (júlí—ág.), fer líka millisíld og smásíld
að ganga í Flóann og með haustinu fer að koma stærri
síld, stórsíld með, svo að síldarstóðið er mjög blandað;
smá og stór millisíld, sem fitnar (verður spiksíld) smám-
saman, stórsíld, feit eða mögur, eftir því hvort hún er
vorgot- eða sumargotsíld og loks smásíld og jafnvel
síldarseiði. Eflaust er margt af þessari stórsíld komið
utan af grunnunum úti fyrir, úr Hafna- og Miðnessjó,
þar sem kunnugir menn segja, að mergð sé af stórsíld
í okt.—nóv., sem gangi nokkuð inn í Flóann í október,
en ekki síðar.
Hið blandaða síldarstóð gengur inn um allan Flóa, inn