Andvari - 01.01.1937, Blaðsíða 29
Andvari
Fiskirannsóknir
25
um þessi sumur og á íslenzkum skipum fór ég heldur
ekki til rannsókna, sumpart vegna þess, að skipstjóra-
skipti urðu á togaranum »Skallagrími«, sem ég hafði
farið 11 ferðir á. Guðmundur ]ónsson tók við nýju skipi
»ReYkjaborg«, sem hann sjálfur á hlut í, en mér ókunn-
ugur skipstjóri kom á »Skallagrím«. Að vísu var mér
velkomið að fara ferðir á >Reykjaborginni«, en af heil-
brigðisástæðum treysti ég mér ekki lengur til að fara
langar ferðir og hefi því að eins farið stuttar ferðir,
aðallega til Grindavíkur, þessi árin, eins og betur verð-
ur skýrt frá. En þar sem ég ekki býst við að fara fleiri
langferðir á sjó, þá vil ég hér með votta eigendum
»Skallagríms« þakkir fyrir það, að þeir hafa á liðnum
árum gefið mér ágætt tækifæri til að kynnast togara-
veiðum og fiskalífinu á djúpmiðum landsins betur, en
ég hefði annars átt kost á, og ég hefi gert nokkura
grein fyrir í skýrslum mínum í »Andvara« eða í Ferða-
pistlum. Mér ber einnig að þakka ánægjulega samveru
við skipshöfnina á »Skallagrími«, bæði þá »föstu menn«
og hina, sem fara og koma eftir vertíðum. En sérstak-
lega vil ég þakka fyrrverandi skipstjóra »Skallagríms«,
Guðmundi Jónssyni, fyrir alla þá fræðslu, sem hann hef-
ir látið mér í té um ýmislegt af því, sem hann hefir at-
hugað og reynt á sinni löngu og happasælu skipstjóra-
tíð og leyft mér að birta opinberlega, ef verða mætti
öðrum til gagns eða fróðleiks.
A. Ferðir til Grindavíkur.
Til Grindavíkur hefi ég farið 4 ferðir þessi ár, 2 vor-
ferðir og 2 sumarferðir og skal nú skýrt frá því helzta,
sem ég varð vísari á þeim.
a. Vorferðir hefi ég farið árlega til Grindavíkur
síðan vorið 1924, er ég í fyrsta sinn var laus við skóla-