Andvari - 01.01.1937, Blaðsíða 54
50
Fiskirannsóknir
Andvari
Hafnasjó. 11. júní sá ég eina háhyrnu (gamlan »tarfc)
norðan við Akranes, innanvert við skipaleiðina til Borg-
arfjarðar, var hún þar í æti (síli ?). — Seint á vetrar-
vertíðinni 1936 var mjög mikið af hnísu í Grinda-
víkursjó og hún svo spök, að það mátti krækja í hana
úr fiskibátunum. Inni í Hraunsvík og Járngerðarstaðavík
hafði verið mikið af háhyrnu og höfrungum, innan um
síldina, sem þar var mergð af um miðjan nóv.
Það virðist svo, sem óvenju margt hafi verið hér af
marsvínum síðasta áratug, eins og ég hefi skýrt frá
í Náttúrufræðingnum 1934, bls. 183, og Ferðapistlum
frá sumrinu 1929 (Á síldveiðum með »Skallagrími«).
En í viðbót við það, sem talið er upp í Náttúrufræð-
ingnum (síðast ca 300 í Ólafsfirði 9. ág. 1933), skal ég
geta þess hér, að 67 marsvín voru rekin á land í Foss-
vogi hjá Rvík 2. okt. 1934 og höfðu þau sennilega sézt
kveldið áður út af Njarðvíkum, að í miðjum apríl sama
ár höfðu komið stóvar marsvínavöður inn á Patreks-
fjörð, án þess að mönnum tækist að veiða nokkurt
þeirra og að 1 var veittílsafjarðardjúpi sama ár. Fyrra hluta
ág. 1935 hlupu 125 marsvín á land í Furufirði á Strönd-
um og litlu síðar komu ca 100 inn á Akureyrarpoll (sjá
blöðin). 27. sama mán. voru 100—200 marsvín í vöðu
inni í Vatnsfirði Bstr. og náðust 18 af þeim. 13. nóv.
sama ár voru ca 200 marsvín rekin á land í Njarðvík-
um Gb. og 11. des. sama ár kom vaða (ekki stór) inn
á Akureyrarpoll, en aðeins 1 marsvín náðist.
Samkvæmt þessu hefir 7 sinnum orðið vart við mar-
svínavöður hér við land síðan 1933 og þó ekki síðast-
liðið ár, en 5 sinnum 1935 og er það víst mesta mar-
svínaár hér við land, sem sögur fara af. En eins og
áður var tekið fram, hefir verið óvenju margt um þau
allan síðasta áratug og er mér nær að halda, að það