Andvari - 01.01.1937, Blaðsíða 16
12
Dr. Valtýr Guðmundsson
Andvari
steinn Erlingsson 1896—1900, Þorsteinn Gíslason úr
þuí) og Fjallkonan (Valdimar Ásmundsson). Dagskrá
(Einar Benediktsson) barðist allra blaða ákafast gegn
valtýskunni, en það blað hætti að koma út 1898. Þjóð-
ólfur (Hannes Þorsteinsson) var aðalmálgagn þeirra, er
gegn valtýskunni stóðu, öll þau ár, sem um hana var
deilt, og sömu stefnu fylgdu blöðin Austri (Skafti Jós-
efsson) og Stefnir (Björn Jónsson.) — Hafi valtýingar gert
sér vonir um góðar undirtektir hjá stjórninni við hinu
hógværa ávarpi efri deildar 1897, þá reyndist það of-
mikil bjartsýni. Stjórnin sagði, að í raun og veru hefðu
báðar deildir alþingis 1897 haft sama ranga skilninginr.
á stöðu íslands í ríkinu, og taldi því þýðingarlaust að
leggja fyrir þingið frumvarp um stjórnarskrárbreytingu.
Þrátt fyrir þetta svar stjórnarinnar vildi meirihluti efri
deildar enn leita samkomulags, og samþykkti á ný frum-
varp sitt frá fyrra þingi, með þeim breytingum, sem eft-
ir svari stjórnarinnar mátti ætla, að gætu gert frum-
varpið aðgengilegt í hennar augum, og var það þá sam-
hljóða frumvarpi dr. Valtýs 1897, en þegar til neðri deild-
ar kom, féll frumvarpið við fyrstu umræðu með jöfnum
atkvæðum, án þess að nefnd væri sett í málið. Bene-
dikt Sveinsson dó um þingtímann, og misstu þeir, sem
lengst gengu í sjálfstæðiskröfunum, þar foringja sinn.
Þetta var síðasta þing kjörtímabilsins, og kosningar til
alþingis áttu að fara fram á næsta ári. í kosningabarátt-
unni var Magnús Stephensen landshöfðingi jafnvel talinn
foringi þeirra, sem voru andvígir valtýskunni, og aðra for-
ustu hefir varla verið um að ræða, eftir fráfall Benedikts
Sveinssonar. Kosningarimman var mjög hörð. Valtýingar
kölluðu andstæðinga sína afturhaldsmenn og stjórnar-
bótarfjendur, sögðu, að þeir berðust í raun og veru fyrir
því, að halda stjórnarfarinu óbreyttu með öllu, til þess