Andvari - 01.01.1937, Blaðsíða 52
48
Fiskirannsóknir
Andvari
ekki mæiti byrja fyrr, með hrygningu síldarinnar, og
taka hana þá í boínvörpu, eins og mag. Árni Friðriks-
son ræður til.
Eg hefi minnst nokkurum sinnum á þetta atriði í
skýrslum mínum, enda þótt ég hafi séð ýmsa erfiðleika
á framkvæmdum, eins og hafnleysi við úthafið, stórviðri
og úfinn sjó, vetur og haust og myrkrin á haustin. En
síðustu ára viðburðir virðast benda í þá átt, að hafna
sé nú ekki svo mjög þörf utan Flóa, þar sem menn hafa
stóra vel haffæra mótorbáta til veiðanna frá höfnum
þeim, sem þegar eru við Flóann, og ýmis tæki til að
auka öryggi fiskimanna koma með hverju ári; þó mun
ekki af veita, að gætilega sé farið að því að sækja
langt út á opið haf í svartasta skammdeginu, eða þegar
mestur er veðrahamurinn og vart fljótlegra að ná inn rek-
netatrossunni en lóðinni, ef ofviðri skellur snögglega á.
Eg þykist nú hafa sýnt fram á það, að hin mikla síld
við SV-landið haustin 1935 og 1936 hafi ekki verið
neitt sérstakt fyrirbæri, heldur hitt, að þá hafi menn
loks farið að leita að henni með fullum krafti og úti á
rúmsjó, vegna þess, hve síldin brást norðanlands 1935,
þó að það ár ef íil vili hafi verið óvenju mikil síld á
þessum slóðum; en aðalstöðvar hennar eru einmitt sjór-
inn úti fyrir Flóanum og S-ströndinni, eins og áður er
tekið fram; en síld sú sem gengur inn á grunnmið Fló-
ans, er aðeins »neistar« af hinum milda stofni úti fyrir.
Þegar þessi mikla síldveiði fór að verða haustið 1935,
fannst mér sem draumur minn eða spádómur um miklar
síldveiðar við S- og SV-ströndina væru að byrja að
rætast og ég vona, að þeir rætist betur; en það getur
því að eins orðið, að verkun aflans verði öll í bezta
lagi og öruggur markaður fenginn fyrir framleiðsluna.
Þá kemur hitt á eftir: endurbættar eða nýjar hafnir þar