Andvari - 01.01.1937, Blaðsíða 69
Andvari
Mídas konungur vorra tíma
65
vermir. Þeir, sem skrifuðu sig fyrir lánum til Þýzkalands,
heimtuðu vexti af fé sínu, og það reyndist sömu vand-
kvæðunum bundið að fá greidda vextina, sem verið hafði
að fá greiddar skaðabæturnar. Þjóðverjar gátu ekki staðið
skil á vöxtunum í gulli, og Dandamenn vildu ekki fá þá
Sreidda í vörum. Og nú þurfti aftur að lána þeim fé
lyrir vöxtunum. Fyrr eða síðar hlaut svo að fara, að fólk
Sæfist upp á þessum hráskinnaleik. En þegar fólk verður
breytt á að lána ríki fé, er sagt, að lánstraust þess ríkis
Se ekki lengur gott. Þegar svo er komið, fer fólk að
heimta full skil á lánum sínum. En eins og við höfum
Seð, var slíkt ógerningur fyrir Þjóðverja. Af þessu leiddi
Sjaldþrot, fyrst í Þýzkalandi, síðan hjá þeim, er áttu fé
kiá sjaldþrota Þjóðverjum, þá hjá lánardrottnum þeirra
°9 svo koll af kolli. Afleiðingin varð almenn kreppa,
krun, neyð, hungur og hvers konar hörmungar, sem nú
eru að sliga heiminn.
^ér dettur ekki í hug að halda því fram, að skaða-
^ætur Þjóðverja hafi verið hin eina orsök til þeirra
vandræða, sem við höfum átt við að stríða. Skuldir
Bandamanna við Ameríku hjálpuðu til, og hið sama gerðu,
Þó að minna munaði, allar aðrar skuldir, einstakra manna
skuldir og ríkissskuldir, þegar á milli lánardrottna og
skuldunauta höfðu verið reistir tollmúrar, sem torveld-
uðu allar greiðslur í vörum. Þó að skaðabætur Þjóð-
verja sé engan veginn hin eina orsök erfiðleikanna,
eru þær hið ljósasta dæmi um þann hugsanaglundroða,
sem gert hefir erfiðleikana svo óviðráðanlega.
Hugsanaglundroðann, sem olli erfiðleikunum, má rekja
1 þess, að ruglað var saman þörfum framleiðanda og
neytanda, eða öllu heldur, hinum samsettu þörfum fram-
eioanda, er búa við skipulag frjálsrar samkeppni. Þegar
eoabæturnar voru ákveðnar, litu Bandamenn á sig sem
5