Andvari - 01.01.1937, Blaðsíða 36
32
Fiskirannsóknir
Andvari
er aðalsoðningin hjá almenningi. Má því ekki of mjög
dæma um fiskmergðina í sjónum eftir aflanum og get-
ur það talizt algild regla, þar sem líkt stendur á, sama
eða aðra tíma ársins, en hinsvegar er fiskmagnið (bol-
fiskur) í þar sjónum miklu minna um hásumarið en aðra
tíma ársins; það er ekki efamál og því er ekki nema
eðlilegt, að veiðar séu stundaðar minna þá en endranær,
og í Grindavík kemur munurinn fram i því, að síðast-
liðna vertíð gengu þaðan 36 mótorbátar (4—5 yfirbygð-
ir, hinir opnir), 10 úr Þorkötlustaðanesi, 21 úr ]árn-
llrðarstaðahverfi og 5 úr Staðarhverfi, en á sumrin ganga
aðeins 2—3 smábátar úr hverju hverfi.
í sjávarlónum, flæðitjörnum og hyldjúpum hraungjám
í Járngerðarstaðahverfinu, sem eru að meira eða minna
leyti fullar af sjó, sem flæðir og fjarar, er töluvert slang-
ur af ál, sem gengur upp að landinu sem gleráll (sbr.
Fiskana, bls. 427) og dvelur þar þangað til hann leitar
í fyllingu tímans til gotstöðvanna í Sargassóhafinu. Er
hann oft all-vænn fiskur, dálaglegur biti, en lítið hefir
hann verið veiddur þar, líkt og annars staðar hér. Þó
man ég það, að við drengir veiddum dálítið af þeim á
sumrin á dorg: nýjan óverkaðan þorsksundmaga eða
slorskúf bundinn í þátt, í gjánum og seldum Dönum,
sem komu þangað á Keflavíkur-skipunum til vöruflutn-
inga. — Nú síðari árin hefir danskur piltur, sem dvalið
hefir þar í plássinu, gert nokkurar tilraunir með gildr-
ur og lóðir og aflað dálítið, sem sent hefir verið lifandi
til Reykjavíkur og hefir í haust mátt fá reyktan Grinda-
víkur-ál þar á fisksölutorginu, beztu vöru, þegar hann
hefir ekki verið of smár. — Þetta mætti reyna víðar.
Þegar ég hér á árunum fékkst við aldursákvarðanir á
íslenzkum þorski, vantaði mig tilfinnanlega yngstu ár-
ganga hans frá S-ströndinni, fisk á 1. og 2. ári, til þess