Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1937, Side 12

Andvari - 01.01.1937, Side 12
8 Dr. Valtýr Guömundsson Andvari með ráðgjöfum við hlið sér, og skyldu þeir bera ábyrgð fyrir alþingi, en landstjórinn vera staðgöngumaður kon- ungs. Forvígismaður þeirrar stefnu var Benedikt Sveins- son, og eftir honum var hún kölluð benedizka. Þessi frumvörp alþingis fengu blákaldar staðfestingarsynjanir hjá stjórn og konungi, og var sýnt árangursleysi, þó að haldið yrði áfram að samþykkja stjórnarskrárfrumvörp á sama grundvelli. Var því tekin upp ný aðferð á þing- inu 1895, og ekki farin frumvarpsleiðin, heldur sam- þykkt í báðum deildum þingsályktun þess efnis, að skora á stjórnina að hlutast til um, að sérmál íslands yrðu ekki framvegis flutt fyrir konungi í ríkisráði Dana, og að ísland fengi innlenda stjórn, með fullri ábyrgð fyrir alþingi. Benedikt Sveinsson og fylgismenn hans töldu rangt að fara svo mikinn bónarveg að stjórninni. Vildu þeir enn á ný samþykkja stjórnarskrárfrumvarpið frá 1893—94, og gekk það fram í neðri deild, en þegar sýnt var, að efri deild vildi ekki samþykkja annað en þingsályktun, hvarf meiri hluti neðri deildar að sama ráði. Dr. Valtýr var einn af flutningsmönnum þingsályktunar- tillögunnar í neðri deild, og tók upp frá þessu af alúð að gefa sig við stjórnarskrármálinu. Hann hélt fyrirlestur í Juridisk Samfund, í Kaupmannahöfn, 6. nóv. 1895 (prentaðan í Eimreiðinni 1896), og hélt því fram, að ísland ætti að fá sérstakan ráðgjafa, sem væri óháður ríkisráðinu í hinum sérstöku málefnum landsins, hefði ekki annað ráðgjafaembætti á hendi, væri íslendingur og mætti á alþingi með ábyrgð fyrir því á allri stjórnar- athöfninni. Stjórnin lagði ekki neitt frumvarp til stjórnarskrár- breytingar fyrir alþingi 1897, því að hún kvaðst hvorki geta fallizt á kröfur alþingis 1895, né heldur á tillögur landshöfðingja í bréfi til ráðgjafans 20. des. 1895, þar
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.