Andvari - 01.01.1937, Qupperneq 12
8
Dr. Valtýr Guömundsson
Andvari
með ráðgjöfum við hlið sér, og skyldu þeir bera ábyrgð
fyrir alþingi, en landstjórinn vera staðgöngumaður kon-
ungs. Forvígismaður þeirrar stefnu var Benedikt Sveins-
son, og eftir honum var hún kölluð benedizka. Þessi
frumvörp alþingis fengu blákaldar staðfestingarsynjanir
hjá stjórn og konungi, og var sýnt árangursleysi, þó að
haldið yrði áfram að samþykkja stjórnarskrárfrumvörp
á sama grundvelli. Var því tekin upp ný aðferð á þing-
inu 1895, og ekki farin frumvarpsleiðin, heldur sam-
þykkt í báðum deildum þingsályktun þess efnis, að skora
á stjórnina að hlutast til um, að sérmál íslands yrðu
ekki framvegis flutt fyrir konungi í ríkisráði Dana, og
að ísland fengi innlenda stjórn, með fullri ábyrgð fyrir
alþingi. Benedikt Sveinsson og fylgismenn hans töldu
rangt að fara svo mikinn bónarveg að stjórninni. Vildu
þeir enn á ný samþykkja stjórnarskrárfrumvarpið frá
1893—94, og gekk það fram í neðri deild, en þegar
sýnt var, að efri deild vildi ekki samþykkja annað en
þingsályktun, hvarf meiri hluti neðri deildar að sama ráði.
Dr. Valtýr var einn af flutningsmönnum þingsályktunar-
tillögunnar í neðri deild, og tók upp frá þessu af alúð
að gefa sig við stjórnarskrármálinu. Hann hélt fyrirlestur
í Juridisk Samfund, í Kaupmannahöfn, 6. nóv. 1895
(prentaðan í Eimreiðinni 1896), og hélt því fram, að
ísland ætti að fá sérstakan ráðgjafa, sem væri óháður
ríkisráðinu í hinum sérstöku málefnum landsins, hefði
ekki annað ráðgjafaembætti á hendi, væri íslendingur
og mætti á alþingi með ábyrgð fyrir því á allri stjórnar-
athöfninni.
Stjórnin lagði ekki neitt frumvarp til stjórnarskrár-
breytingar fyrir alþingi 1897, því að hún kvaðst hvorki
geta fallizt á kröfur alþingis 1895, né heldur á tillögur
landshöfðingja í bréfi til ráðgjafans 20. des. 1895, þar