Andvari - 01.01.1937, Blaðsíða 31
Andvari
Fiskirannsóknir
27
vetra) í kring um slóg það, sem fer þar í sjóinn og er
nú þessi fiskur orðinn all-verulegur þáttur í soðningu
Grindvíkinga, þegar annað betra er ekki að fá (sbr.
skýrslu 1931-32, bls. 54).
Meðan fleyturnar voru róðrarbátar með seglum, var
sjaldan eða aldrei róið lengra en það, að vel sæist til
sjávarins við landið (hvort »hann brimaði*, eins og það
var orðað, og varla farið út fyrir landhelgislínuna, 3 sjó-
mílur undan andnesjum), en síðan mótorbátarnir komu
til sögunnar, fara menn miklu lengra út, svo að djúp-
miðin, sem áður voru, eru nú orðin miðslóð eða grunn-
mið og undirlendið með sjónum allt komið í kaf, svo
að ekkert sést, hvernig líður, ef ólga er í sjó. Getur
því farið svo, að bátar úr Járngerðarstaðahverfi, sem
róið hafa djúpt, sjái ekki fyrri en þeir eru komnir inn
undir sundið, að það er ófært, og verða þá að leita lend-
ingar í Þorkötlustaðanesi (því að þar er þrautalending-
in í hafátt (=>: S-SV) fyrir Járngerðarstaðamenn, sbr.
skýrslu 1929—30, bls. 107). Annars er nú reynt að
ráða bót á þessu, með því að hengja hvítan dúk (Iak)
á dökkrauðan gaflinn á tvílyftu húsi, sem aðvörunar-
merki, er sést í góðu skyggni all-langt út, og segir að
sjór sé að versna og sundið að verða ófært. Hraða
menn sér þá til lands, eða leita þrautalendingarinnar, ef
sundið er orðið ófært, Eg sá þetta í framkvæmd dag-
inn eftir að ég kom í plássið. Almennt róið um morg-
uninn, en sjóveður ekki gott, SV-gola og töluverður
undirsjór, en brimlítið. Um fjöruna fór að brima og
sundið að verða ófært. Var þá gefið merkið og bátarn-
ir (sem voru þá fremur grunnt), fóru að leita lands, og
urðu þeir, sem ekki urðu nógu fljótir, að stanza fyrir
utan sundið og bíða átekta, en sneru ekki frá; lægði
svo brimið með flóðinu, svo að þeir komust heilu og