Andvari - 01.01.1937, Blaðsíða 57
Andvari
Fiskirannsóknir
53
talsvert var að vatninu langt inn í Innri-lón. Þá var líka
talsvert af kræklingi og blöðruþangi í lónunum, en nú
er það að mestu horfið, eða þangið alveg og krækling-
urinn sést ekki, nema það, sem fæst upp á kljásteinum
eða í net, þar sem dýpst er í Innri-lónunum.«
»Fyrir 3 — 4 árum urðum við varir við, að eitthvað
af skarkola væri í lónunum, í mesta dýpinu, því þá fór
að veiðast ögn í dráttarnet, er dregið var fyrir silung.
Við fengum okkur kolanet og reyndum þau í fyrra vetur
•ueð þeim árangri, að veiðin varð ca 1000 kolar afar-
feitir og full-kynþroska, því bæði hrogn og svil runnu
úr þeim í ríkum mæli«.
»Eins og líklegt er, eru hér í Lónunum góð lífsskil-
yrði fyrir nytjafisk. Silungsafli er hér nokkur og stund-
um verður vart við ögn af smáfiski — þorski og ufsa.
2 smáar lúður fengust í kolanet í fyrra, sú stærri ca 5
ks. Allur smáfiskur, sem fæst í lónunum, er afar feitur
°9 betri til átu en fiskur sjódreginn; og eins var um
smálúðurnar«.
»SiIungur hér er víst fleiri teg., bæði vatna- og sjó-
bleikja og líka 2 tegundir urriða. Stærsta sjóbleikja, sem
e9 hefi veitt, var rétt 4 kg og stærstur vatnaurriði, sem
e9 veit til að veiðzt hafi, náðist hér í Lóni í byrjun
apríl síðastl.; hann var 96 cm á lengd og vóg 10^2 kg
óslægður. í maga hans var sjóbleikja, er hann hafði rent
mður öfugri — sporðinum á undan — og var hún c.
þuml. löng«.
í bréfi 12. júlí 1929 bætir Björn við:
‘Kolinn í lónunum hérna hefir mjög gengið til þurrðar,
svo að veturinn 1927—28 fengum við mjög lítinn afla,
ca 150 st. alls, og nú síðasta vetur ekki yfir 60 st. Vorið
^27 sá ég einu sinni, þegar glært var á Lóninu, tals-