Andvari - 01.01.1937, Blaðsíða 21
Andvari
Dr. Valtýr Guömundsson
17
sonar, en hann fylgdi skoðunum landvarnarflokksins,
sem ekki vildi sætta sig við ríkisráðsákvæðið í stjórnar-
skrárbreytingunni. Dr Valtýr gerði rækilega grein fyrir
skoðunum sínum í stjórnarskrármálinu, og sagði, að ef
nógu snemma hefði komizt á millibilsástand, líkt því
sem hans flokkur hefði hugsað sér, þá væri nú komin
miklu betri innlend stjórn en fælist í frumvarpi því, sem
fyrir þinginu lægi, og hann kvaðst greiða atkvæði með,
þrátt fyrir ýmsa annmarka á skipulaginu.
Þó að nafn Valtýs Guðmundssonar sé einkum tengt
við stjórnarskrárdeiluna 1897—1901, mun hann jafnan
hafa talið verklegar framfarir þjóðinni í rauninni fullt
svo mikilvægar sem breytingar á stjórnarskránni eða
aukið pólitískt sjálfstæði. Mest verklegra framfaramála,
sem þingin kring um síðustu aldamót fjölluðu um, var
ritsímamálið, og átti dr. Valtýr frumkvæðið að þeirri
tilhögun, sem höfð var, þegar símalagningunni loks var
hrundið í framkvæmd, sem sé að leggja sæsímann til
austfjarða og landlínu þaðan til Reykjavíkur, með til-
lagi frá ritsímafélaginu, sem því svaraði, er sæsíminn
mundi ódýrari til austfjarða en ef hann væri lagður til
Þorlákshafnar eða einhvers staðar í nánd við Reykjavík,
eins og menn höfðu upphaflega gert ráð fyrir. Átti dr.
Valtýr hlut að því við innanríkisráðherra Dana og fjár-
laganefnd ríkisþingsins, að tillagið úr ríkissjóði til sæ-
símans var bundið því skilyrði, að ritsímafélagið legði
fram 150,000 kr. til landsíma, ef sæsíminn lægi á land
í Þorlákshöfn, en 300,000 kr., ef hann yrði lagður til
austfjarða, og félagið (Mikla norræna) vildi heldur síð-
ara kostinn. Á þessum grundvelli samþykktu þingin 1899
og 1901 fjárveitingar til sæsímans, og átti dr. Valtýr
deilur við þá, er vildu leggja símann á land sem næst
Reykjavík. Sýndi hann fram á, að landið mundi hafa
2