Andvari - 01.01.1937, Blaðsíða 42
38
Fiskirannsóknir
Andvari
þetta loðnuleysistímabil, hefir sjávarhiti hér við land ver-
ið mun hærri en vanalega, einkum við NA- og A-land
og loðna þar stundum mikil og sum árin óvenju snemma
á ferðinni (í Eyjaf. t. d. í marz). Mætti því láta sér
detta í hug, að hitinn við N- og A-land hefði þegar
í marz verið svo hár (sbr. áður greint, bls. 35), að
loðnan, sem annars er vön að verða að fara suður fyr-
ir land til hrygningar í marz, hefði fundið hentug skil-
yrði þarna nyrðra og eystra, og því hrygnt þar og hætt
við að fara suður fyrir land1).
Samfara loðnuleysinu syðra hefir verið mikil mergð
af þorski, en honum oft mjög mögrum, ýmist á lifur eða
fisk, eða hvort tveggja, einkum árin 1933 og 34, sem
hafa verið regluleg »megringsár,« eins og þau hafa ver-
ið nefnd hér árin, sem vetrarvertíðarfiskur hefir verið ó-
venju magur. En ósagt skal það látið hér, hvort meg-
urðin hafi stafað af of miklu fiskmagni í sjónum í hlut-
falli við fæðuna, eða einhverju öðru. Loðnuleysisárin
hefir netaafli brugðizt mjög við S-ströndina, nema í
Vestmanneyjum (sum árin góður í Faxaflóa), en fiskur-
inn mjög matlystugur, og afli á lóð því tíðast afar mik-
ill (þó ekki 1936), samfara miklum afla í net á sumurn
stöðum. Verður nú fróðlegt að vita, hvernig það verð-
ur þetta ár, hvort loðnan sýnir sig aftur, líkt og síðastl.
ár, eða loðnuleysið heldur áfram.
C. Síldin við S- 09 SV-ströndina.
Sumarið og haustið 1935, þegar síldin brást svo herfi-
lega við Norðurland, gerðist sá merkilegi atburður, að
gnægð síldar sýndi sig að vera við S- og SV-ströndina
og gaf tilefni til mikillar veiði á þeim slóðum, en eink-
um á svæðinu Grindavíkursjór — Eldeyjarbanki — Mið-
1) í Vestm. brást loðna mjög 1895—99. (Skýrsla 1909, bls. 41.)