Andvari - 01.01.1937, Blaðsíða 27
Andvari
Fiskirannsóknir
23
þótt hún fjalli eingöngu um fugla, sérstaklega íslenzka
fugla, þá er ástæða til að geta hennar hér, vegna þess
að þar er tekið fram hið helzta um áhrif fuglanna á líf
íslenzkra fiska, bæði í sjó og vötnum, en þau eru, eins
og kunnugt er, margvísleg og ekki ávallt sem heppi-
legust, hvorki fyrir fiskana né fiskveiðarnar, eins og ég
líka benti á í ofangreindri skýrslu. Prentun og próf-
arkalestur bókarinnar tók fyrir mér mikinn tíma. — í
sumar er leið samdi ég fyrir Náttúrufræðinginn alþýð-
lega grein um »Tífætta skjaldkrabba, íslenzkac, með
stuttum leiðbeiningum og myndum til þess að þekkja
þá eftir, og ýmsum upplýsingum um lífshætti þeirra. Var
þessi ritgerð eiginlega alþýðlegur útdráttur úr skrá yfir
íslenzk stórkrabbadýr (Malacostraca) í safni hins ísl. nátt-
úrufræðifélags (birtist vonandi síðar á ensku). En þetta
hefi ég meðfram gert vegna áhuga þess, sem nú er að
vakna hjá fiskimönnum fyrir því að hagnýta sér betur
en áður ýmis hin óæðri dýr við strendur landsins. —
Loks vil ég geta þess, að ég hefi, eins og að undan-
lörnu, birt stuttar skýrslur í »Ægi« um ísrek við Græn-
land og ísland. Eru þær nú orðnar 17 talsins, hver með
5 kortum yfir ísrekið, fyrir mánuðina apríl—ágúst, og
hafa því orðið töluverðan fróðleik að geyma, í handhægu
Vfirliti og aðgengilegu formi.
2. Rannsóknarferðir og rannsóknir.
22. júní 1935 urðu Danir fyrir því óhappi, að hið á-
9æta rannsóknaskip þeirra, >Dana«, sökk í Norðursjón-
Utn, skammt undan Jótlandsströndum, vegna ásiglingar
þýzks togara í þoku á næturþeli og það svo skyndilega,
að það var með naumindum, að skipshöfnin bjargaðist,
en skipið týndist með öllum rannsóknaáhöldum, rann-