Andvari - 01.01.1937, Blaðsíða 46
42
Fiskirannsóknir
Andvari
Ég gal þess áður, að Grindvíkingar hefðu farið að
reyna síldarlagnet nokkru fyrir 1880 og um sama leyti
munu Miðnesingar og Hafnamenn, Eyrbekkingar og
Stokkseyringar hafa byrjað á sams konar síldveiðum, en
þær lánuðust ekki vel og 1896, þá er eg var fyrst á ferð
þar eysfra, réði eg þeim til að reyna með reknetum.
(Skýrsla 1896, bls. 149). Það gerðu þeir og síðan hefir
öðru hvoru verið veidd síld þar úti fyrir flest sumur,
einkum stór millisíld og oft svo að um hefir munað,
aðallega til beitu, en stundum einnig verið saltað lítið
eitt til útflutnings.
Þá eru Vestmeyingar. Þeir fóru að gera tilraunir
með lagnetum, um eða laust eftir 1880, en með
litlum árangri, þótt nóg væri síldin þar í kringum eyj-
arnar. En laust eftir 1895 færði hinn góðkunni skozki
skipstjóri, Dudman, þeim reknetabát með öllum útbún-
aði til reknetaveiða (Skýrsla 1899, bls. 45) og gekk
báturinn nokkur sumur og sýndi, að vel mælti veiða síld
í reknet í Vestmanneyjasjó, enda hefir því verið haldið
áfram síðan, aðallega á sumrin, en með litlum krafti.
Loks má geta þess, að Hornfirðingar hafa á síðustu
árum veitt smásíld í firðinum í lagnet og, ásamt Aust-
firðingum, hafsíld úti fyrir (í Mýrabugnum) í reknet.
Ég hefi nú í örfáum orðum rakið hina stuttu sögu
síldveiðanna við SV.- og S.-strönd landsins (frá Faxa-
flóa til Hornafjarðar) og skal að lokum skýra frá hinu
helzta, sem eg hefi orðið vísari um síldargöngur við
SV- og S-strönd landsins þetta 40 ára skeið, sem eg
hefi fengizt við fiskirannsóknir, og vænti, að það nægi
til þess að færa mönnum heim sanninn um það, að síld
sé ekki sjaldséð á þessum slóðum, og það á ýmsum
tímum ársins, á öllum aldri, í ýmsum holdum, hrygnd
eða hrygnandi, svo að engan þurfi að undra, þótt allt í