Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1937, Page 10

Andvari - 01.01.1937, Page 10
6 Dr. Vallýr Guðmundsson Andvari halda uppi beinum gufuskipaferðum milli Reykjavíkur og Englands, ásamt strandferðum hér við land. Skyldi félagið innan innan sjö ára hafa lagt mjóspora járnbraut frá Reykjavík austur að Þjórsá. Það skyldi láta gufu- skip eigi minna en 800 enskar stórlestir (gross tons) ganga milli Reykjavíkur og Liverpool, eða annarrar hafnar á Englandi, tvisvar á mánuði á tímabilinu frá 15. apríl til 15. október ár hvert, og einu sinni á mán- uði hinn tíma ársins; ennfremur skyldi féiagið láta gufu- skip eigi minna en 400 enskar stórlestir ganga stöðugt frá Reykjavík kringum strendur íslands á tímabilinu frá 15. febr. til 15. nóv. ár hvert, og gæti landstjórnin kraf- izt þess, að strandferðaskipin yrðu tvö, ef flutningaþörf- in ykist svo að eitt skip nægði ekki. Fyrir þetta allt saman átti félagið að fá úr landssjóði 100,000 kr. á ári í 30 ár, eða til 1925. Aðalforgöngumaður málsins var Sigtryggur Jónasson, vesturfara agent og atkvæðamaður vestra. Var hann staddur í Reykjavík um þingtímann, og skýrði svo frá, að hann hefði loforð fyrir 50,000 pd. sterling (900,000 kr.) frá væntanlegum félags- mönnum, ef þingið samþykkti það tillag úr landssjóði, sem farið var fram á. Þetta var hið mesta nýmæli um verklegar framkvæmdir, sem nokkurn tíma hafði komið fyrir alþingi, enda bæði í blöðum og manna á milli kallað stóra málið. Á þingi urðu um það svo miklar umræður, að þær fylla 345 dálka í alþingistíðind- unum 1894, en alls er umræðuparturinn 1177 dálkar. Mest var deilt um járnbrautina, en flestir voru sammála um, að gufuskipaferðir þær, sem stungið var upp á, væru miklu betri en þær samgöngur á sjó, sem Sam- einaða gufuskipafélagið hélt uppi. — Frumvarpið um þetta járnbrauta- og siglingafélag var samþykkt í neðri deild, en til efri deildar kom það svo seint, að ekki var tími
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.