Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1937, Page 20

Andvari - 01.01.1937, Page 20
16 Dr. Valtýr Guðmundsson Andvari frumvarp síðasta alþingis, með þeirri breytingu, sem heitið var í konungsboðskapnum 10. janúar að gefinn skyldi kostur á, en raunar fylgdi önnur breyting, er ýms- um var miður geðfelld, sem sé beint ákvæði um það, að ráðherra íslands skyldi bera upp fyrir konungi í ríkisráðinu lög og aðrar mikilvægar stjórnarráðstafanir. Ekki að síður samþykkti þingið frumvarp stjórnarinnar með öllum atkvæðum, en flokkarnir deildu um það, hvorum þeirra stjórnarbótin væri að þakka. Enda gátu báðir flokkar þakkað sér hana með nokkurum rétti. Dr. Valtýr og fylgismenn hans höfðu haldið stjórnarskrár- málinu á þeirri samningabraut, sem bent var til með þingsályktuninni 1895, og árangurinn af pólitískri starf- semi þeirra, beggja megin pollsins, var frumvarp alþingis 1901, en það lagði stjórnin til grundvallar frumvarpi sínu 1902, þó að gerðar væru þær breytingar, sem nú voru greindar. Bentu valtýingar á það, að tveggja ráð- gjafa skipulag, slíkt sem gert var ráð fyrir í tíu manna frumvarpinu, væri alveg úr sögunni, en þá tilhögun höfðu þeir talið mjög óheppilega, og mun íslandsráð- gjafinn í vinstristjórninni, Alberti, hafa verið þeim sam- mála að því leyti. Hins vegar hefur mótspyrna heima- stjórnarmanna gegn búsetu æðstu sérmálastjórnar vorrar í Kaupmannahöfn vafalaust sýnt vinstrimönnum í Dan- mörku fram á það, að minni tilslökun við oss en flutn- ingur sérmálastjórnarinnar inn í landið, mundi varla gefa svo mikið sem stundarfrið um stjórnarskipunarmál íslands. Alþingi var rofið að nýju, kosningar fóru fram vorið 1903, og heimastjórnarflokkurinn sigraði enn. Foringjar beggja flokka komust nú afíur á þing, og var dr. Valtýr kosinn í Gullbringu- og Kjósarsýslu. Alþingi 1903 sam- þykkti stjórnarskrárfrumvarpið frá árinu áður óbreytt, með öllum atkvæðum gegn einu, séra Sigurðar Jens-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.