Andvari - 01.01.1880, Blaðsíða 9
Jóns Sigurðssonar.
3
dögum og endrarnær, þegar hann þurfti að gegna
prestsverkum. Að öðru leyti kunnum vjer ekkert
að segja frá œskuárum hans annað, en að hann
naut hins mesta ástfósturs hjá foreldrum sínum og
afa sírium, er gaf honum jörð eina eptir sig. Snemma
þótti Jóu hafa góðar gáfur, og kenndi faðir hans honurn
í heimahúsum skólalærdóm að öllu leyti. Yorið 1829
fór Jón suður til Keykjavíkur, og var útskrifaður þar af
Gunnlaugi dómkyrkjupresti Oddssyni; var hann svo
næsta ár við verzlun í Reykjavík, en vorið 1830 fór
hann að Laugarnesi sem skrifari til Steingríms biskups
Jónssonar, og var hjá honurn næstu þrjú ár. Steingrímur
biskup var, sem kunnugt er, mjög vel að sjer í sögu
Islands og hjá honum átti Jón aðgang að hinum beztu
söfnum, er hana snertu og til vóru á íslandi, enda
má sjá þess ijósan vott, að hann hafl notað sjer það.
A áliðnu sumri 1833 sigldi Jón til háskólans í Kaup-
marinahöfn, og gaf Steingrímur biskup honum þá þann
vitnisburð, að hann væri sjerlega vel gáfaður, kostgæfinn
og siðprúður. í decembermánuði sama ár tók Jón hið
fyrsta próf við háskólann, og árið eptir annað próf,
hvorttveggja rneð fyrstu einkunn. pví næst fór hann að
stunda málfrœði og lagði mikið kapp á það, svo sem
tekið er fram í vitnisburðum háskólakennandanna um
hann. En þá er hanu ári síðar (1835) fjekk styrk af
gjafasjóði Árna Magnússsonar, fór hann sjerstaklega að
stunda íslenzkar bókmenntir, og innan skamms hætti
hann við að lesa málfrœði undir embættispróf. Ætlum
vjer, að eigi hafi Qeskortur valdið því, svo mjög sem
það, að hugur hans var þá horfinn að öðru.
Frelsishreyfingar þær, er lýstu sjer í fiestum löndurn
norðurálfunnar eptir stjórnarbyltinguna á Frakklaudi
1830, vóru tilefni til þess, að fulltrúaþing vóru sett í
Danmörku. Við undirbúning þessa máls kom það þegar
til skoðunar, hvernig íslendingar gætu fengið hlutdeild
l*