Andvari - 01.01.1880, Side 185
og timatal.
179
3. Chordad........ 30 dagar,
4. T i r.......... 30 —
5. Mordad......... 30 —
6. Scharir........ 30 —
7. Mihr (Míþras).. 30 —
8. Aban........... 30 —
Aukadagar..... 5 —
9. A d s e r...... 30 —
10. Dei............ 30 —
11. Bahmen......... 30 —
12. Asfendarmed ... 30 —
Árið alit......... 365 dagar.
þykist eg nú hafa lokið ætlunarverki mínu, að
s^'na, hvaðan hið forna ártal vort geti verið upp runnið.
Að minnsta kosti heíi eg svo nógsamlega bent á heim-
ildirnar, að liver getr nú sjálfr skapað sér meiningu uin
málið, er í sjálfu sér er mjög mikils vert fyrir hinar
elztu fornsögur vorar. Skal því og enn bœta dálitlu
við um ártal finnskra þjóða, sem áðan var iauslega
drepið á, svo að það sé hér allt tekið fram, er sjálfu
málinu má verða til upplýsingar, því við finnskar þjóðir
höfðu Norðmenn og hin rnestu mök frá allra elztu tímum
sögu vorrar. ]?jóðir þessar byggðu í upphafi mestan hluta
liins núveranda Bússlands og vóru því á leiðinni frá
Eystrasalti og Gandvík til Svartahafs og Úralfjalla. Við
þau fjöll, þar sem eitt aðalaðsetr þjóðflokks þessa var, er
hann því og tíðurn kenndr og kallaðr «hinn úralski»; var
það mikið kyn, þó nú sé ei eptir nema leifarnar einar,
Finnar, Eistr, Ungarar (Magýarar) og enn fleiri miuni
þjóðir. því annars hefir þetta fólk að mestu blandazt
við og tekið upp slafneskt mál líússa, sem því og eru
mjög svo hálffinnskir að kyni í raun og veru. Hitt er
þó merkilegast, sem menn hafa komizt að, síðan ráðnar
vóru á þessari öld fleigrúnirnar á leirtöflum og steinum
12*