Andvari - 01.01.1880, Blaðsíða 55
jarðfrœði.
49
Inaöi þeirra mjög misjafn eptir landslagi og öðrum
kringmnstœðum, jökullinn við Jakobshavn í Grœnlandi
fer yfir 60 fet á dag, en ýmsir smájöklar í Alpafjöllum
eigi nema 2/s ur feti. Sumstaðar í heitu löndunum ná
jökultangar, sem niður hafa hlaupið, niður í skógi vaxin
hjeruð, þar sem pálmar vaxa, og tigrisdýr og höggormar
hafast við. Jöklarnir renna alveg eins og vatn, þótt það
gangi svo miklu seinna; þeir kljúfast, er þeir mœta
hömrum og fjöllum, og sameinast svo aptur; þeir eru
þykkvir, þar sem þeir fœrast eptir þröngvum dölum, en
fietjast út á sljettlendi. Af því að ísinn er stökkur, koma
allt af sprungur stórar og smáar við framrennslið, en
þær frjósa saman í einn glerung aptur og opnast síðan
á ný annars staðar eptir hita-breytingunum og lands-
laginu. Hraði jökultanga er mestur í miðjunni, minni til
hliðanna og við botninn, því að þar veitir undirlagið mót-
spyrnu. Stundum sýnast jöklarnir hreyfast upp í móti eða
aptur á bak, en það kemur af því, að meira þiðnar neðan af,
en ofan rennur. |>egar jöklarnir mjakast niður á láglendið,
bera þeir opt með sjer stóra steina, er hafa dottið niður á þá
úr hlíðunum í kring, þeir liggja því helzt á röndum jökuls-
ins; þannig geta stór björg fœrzt langan veg. Sumir
steinar verða undir jöklinum,ogleysastsundurídust, bland-
ast sarnan við vatn og verða aðleðju; árþær, sem ávallt
renna undan jöklum, bera þetta dust langt burt til
sjávar, þar fellur það til botns og myndar leirlög. Skola-
vatns liturinn á öllum jökulám á Íslandi er af þessari
leðju kominn. Grjóti því, sem jökullinn hittir á vegi
sínum, ekur hann á undan sjer, svo aðþað er eins og stór
grjótgarður fyrir neðan hann; það kalla Skaptfellingar
jökulöldur; jarðfrœðingar kalla það moræna. Klettar
þeir, er jökull fer yfir, verða fágaðir og með ótal rispum
af núningnum eptir grjótið í jöklinum; á rispum þessum
má alstaðar sjá, hvar jökull hefir yfir farið. ísinn getur
^ýpkað dali, þar sem hann fer yfir, og smátt og smátt
Andvari. \