Andvari - 01.01.1880, Blaðsíða 187
og tímatal.
181
og liggr þá ekkert nær, enn að þeir hafi upprunalega
fengið þetta frá frændum sínum meðal Semíta. En það
er þó merkilegast fyrir oss, að þeir á þenna hátt töldu
einmitt 3 64 daga í árinu, alveg eins og íslendingar,
því það er hið einasta’dœmi til þess, sem mer sé kunn-
ugt, þó sá sé á hinn bóginn munrinn, að þeir töldu
að eins eptir tunglmánuðum og leiðréttu þess utan ár sitt
strax með því í hvert skipti að auka það einum degi,
eða, sem þeir kölluðu, að hlaupa yfir einn dag milli ára.
Er af þessu auðsætt, að 365 daga árið hefir einnig verið
þeim kunnugt, og er allt þetta mál svo mikils vertt, að
maklegt væri, að rannsaka það betr. Sira Eiríkr Magn-
ússson í Cambridge, landi vor, fór nj'Iega með styrk
háskólans þar norðrferð til þess að leitast eptir um rím-
kefli Finna og Kvæna, er þeir þó sýnast upprunalega
að eins að hafa fengið frá Norðmönnum og Svíum, en
ei veit eg, að hverri niðrstöðu hann hefir komizt. Skyldi
mér þykja vænt, ef hann í rannsókn sinni gæti liaft
nokkurn stuðning af því, sem hér hefir verið tekið
fram.
J>á er að eins eptir að minnast lítið eitt á sam-
skeytingu hins forna íslenzka tímatals og ártals við það
hið nýja, er til íslands kom með kristni. Er það auð-
sætt, að frœðimenn í heiðni vóru vel undir það búnir,
að taka því og skilja réttilega, hvernig á öllu stendr.
Eru margir vottar þess í fornritum, einkum kvæðum og
goðasögum, sem mest alþýðutrú á íslandi er frá komin,
að fornmenn liöfðu að mörgu í því tilliti sömu hug-
myndir, sem hinar eldri menntunarþjóðir suðr frá, og hafa
eins haft gaman af þeim talnaleik, sem þar skóp aldatal
og heimsaldra. «Órofi vetra áðr væri jörð sköpuð, þá
var Bergelmir borinn« segir í Vafþrúðnismálum (29), og
bendir það til, að menn síðan hafi látið «rofa til» og
sett tímatal, þó vér vitum nú ei hvernig það var sett.