Andvari - 01.01.1880, Blaðsíða 135
Svía.
129
vetrarsetu svo sunnarlega, litlu norðar en ísland liggur, þá
var náttmyrkur þeim eigi til neins sjerlegs baga. J>egar
menn hafa vetrarsetu mjög norðarlega má geta nærri, að
það er óviðkuunanlegt að sjá eigi sólina í 4 eða 5 mánuði.
Nordenskiöld ljet menn sína allt af hafa nóg að
starfa, því að ekkert er eins hættulegt á norðurferðum eins
og iðjuleysi; við það verður líkaminn þar eins og
annars staðar doíinn og drungalegur; þegar þar við bœtist
einveran fjærri mannabyggðum, kuldinn og náttmyrkrið,
þá hefir slíkt áhrif á skaplyndi manna og gjörir þá
þunglynda, en það veikir aptur líkamann og gjörir liann
móttækilegri fyrir sjúkdóma. Hásetar unnu alltafþegar
hœgt var undir beru lopti, til þess að venja sig við
kuldann, og verða eigi kveifarlegir af innisetum. í
tómstundum sínum höfðu þeir aðgang að góðu bóka-
safni, og vísindamennirnir, sem með vóru, hjeldu opt
frœðandi fyrirlestra. Á skipinu vóru smíðatól, hefil-
bokkir og rennismiðja og margt fleira, svo að hver gat
liaft það fyrir stafni, er honum bezt líkaði. feir höfðu
við og við ýmsar skemmtanir, skautaför á ísnum þegar
gott svell var nálægt, ýmsa leiki og hljóðfœraslátt;
sumir tefidu skák, aðrir spiluðu o. s. frv.
Á jólunum var mikið um dýrðir, og allt gjört svo við-
kunnanlegt og sem líkast því, er tíðkast heima í Svíþjóð.
Fyrst var etinn sœnskur jólamatur, lirísgrjónagrautur og
saltfiskur, og svo var reist upp stórt jólatrje með ótal
smágjöfum til allra á sldpinu; allt þetta hafði verið útlóúið
á undan heima í Svíþjóð, af því að menn bjuggust við
vetrarsetu. Skipið var klætt mislitum dúkum og veifum
stafua á milli, ljós í hverjuhorni ogallt sem hátíaðlegast.
Af því að þeir Nordenskiöld og Palander höfðu búið
sig svo vel út með góð og hontug matvæli, og þekktu
svo vel til, hvernig tilhögun öll á að vera á norður-
ferðum, þá fjekk enginn maður skyrbjúg alla lcið og er
slíkt einsdœmi á norðurferð.
í byrjun maímánaðar 1879 fór snjór að minnka
Andvari. 9