Andvari - 01.01.1880, Blaðsíða 147
og tímatal.
141
blóma, að orð er afgert löngu fyrir annara «þjóða rök».
Um þetta ber ritningin sjálf vitni, þar sem svo segir
mjög snemma, er geta skal hins mesta blóma annars
staðar: «eins og aldingarðr drottins, eins og Egyptaland»
(2 Mós. 13, 10).
En «Sóþis» og hinn óbreytanlegi vissi vöxtr í ánni
Níl hvert ár í sama mund, er þeir sögðu sólina og
Sirius valda í sameiningu, leiddu Egypta ei aðeins allra
manna fyrst að réttu ártali, heldr og að öðrum hug-
myndurn, sem víst fremr mega heita hugarburðir, en þó
eru skáldlegar að minnsta kosti og merkilegar í marga staði.
Menn vita nú, að ekki einu sinni sólargangrinn er
óbreytilegr ef miðað er við staðstjörnur, er óbifanlegar
sýnast að vera, því að fyrir þúsundum ára var vorstaðr
sólar á himni annar, enn nú, og þar með aðrir ártiða-
staðir; og hafa stjörnufrœðingar reiknað út, að breyting
þessi fullkomnast á nær því 26,000 ára. pá er eins og
sólin sé búin með heila umferð um himininn einu
sinni, og er þá aptr um jafndœgr og sólhvörf í nánd
við hinar sömu stjörnur, sem hún var hjá fyrir jafn-
mörgum þúsundum ára áðr, t. a. m. við þær stjörnur,
er í hrútsmerki eru, þar sem hún var um jafndœgr á
vori hér um bil 400 árum f. Kr., ekki aptr fyrr enn
hér um bil 25,600 árum e. Kr., o. s. frv. £>etta er
sú framsókn (præcessio), er áðan var nefnd, og dregr
hún nafn sitt af því, að fornir stjörnufrœðingar héldu
fvrst hún kœmi af hreifingu á himinhvolfinu sjálfu, er
sœkti fram með öllum stjörnum á undan sólu, svo að
hún næði þeim ei aptr á alveg sama stað á árferð
sinni um himininn. Nú vita menn reyndar, að svo er
ei, heldr eru það ártíðastaðirnir sjálfir, sein miðar aptr
í sólbraut, eða réttara jarðarbraut, á ári hverju, og ei
himininn, sem sœkir fram, en nafninu liafa menn þó
haldið. Sjálfa hreifinguna sýndu og sönnuðu grískir
stjörnufrœðingar fyrst á vísindalcgan hátt, en Egyptalands-