Andvari - 01.01.1880, Blaðsíða 58
52
Nokkur orð um
á Eldlandi, Nýja-Sjálandi og víðar. — Fyrst var haldið,
að grjót það og sandur, sem jöklarnir báru með sjer á
ísöldinni, væri komið af geysimiklu flóði, sem hefði
komið að norðan, er Skandínavía reis úr sæ. Sá hjet
Sefström, sœnskur maður, er kom með þá kenningu;
en Agassiz frá Sviss hefir einna fyrstur komið með
rök og vissu fyrir ísöldinni.
Um það hvernig á ísöldinni standi, eru skoðanir
manna mjög á reiki. Sumir halda, að kuldinn hafi
komið af öðrum halla á sólbrautinni, en nú er, aðrir af
breytingu ástefnu jarðmöndulsins; sumir halda, að hann
hafi orsakazt af því, að þá hafi verið meira land á suð-
urhveli jarðar, en meira haf á norðurhvelinu, og sumir,
að kuldinn hjer í Evrópu hafi komið af annari stefnu
golfstraumsins, eða þá af því, að þá hafi verið haf, þar
sem nú er eyðimörkin Sahara. Eigi hafa menn þó neina
vissu fyrir þessu; það eru eintómar getgátur og eigi
annað. Jarðfrœðingar í Norvegi og Svíþjóð hafa gjört
sjer mikið far um að rannsaka leifar ísaldarinnar; þeir,
sem mest hafa að því unnið, eru Svíarnir Toreil, Norden-
skiöld, Erdmann, Holmström, Nathorst og Norðmenn-
irnir Kjerulf, Helland, Sexe og Seue.
Yatnið getur og orkað miklu um efnabreytingar í
jarðlögunum; það leysir sundur ýms efni, og kemur þeim
niður á öðrum stað, svo að það hefir bæði niðurbrjótandi og
uppbyggjandi afl. Svo leysa t. d. ár og lækir upp kolsúr
kalklög, og bera kalkið til sjávar; þar draga skeldýr og
kórallar það úr vatninu, og þegar þeir deyja, verða svo aptur
úr þeim stór jarðlög. Svo er og um vatn það, er síast
gegnum jarðlögin um ótal smárifur og sprungur, að það
orkar miklu um steinmyndanir og umbreytingar á stein-
tegundum. Kalk, uppleyst í vatni, sezt í holur oghella
neðan jarðar, vatn, sem drýpur niður úr hellisloptinu,
skilur eptir nokkuð kalk, þar sem það kemur niður (stal-
aktít), en önnur hrúgan myndast á gólfinu (stalag-