Andvari - 01.01.1880, Blaðsíða 78
72
Nokkur orð um
saggasamt, og himininn ennþakinn sífelldum regnskýjum.
Jörðin var enn að mestu leyti hulin vatni, en skógi
vaxnar eyjar hjer og hvar. það má geta nærri, að
skógar þessir vóru eptir loptslaginu mikilfenglegir, en
það vóru einkum hinar einfaldari plöntur, er þá urðu
næsta stórvaxnar. Eyjarnar vóru huldar burknaskógum,
og dý og fen fullþakin jurtaflœkju, en upp yfir allan
skóginn mœndu há trje, mjög ólík þeim, er nú vaxa;
þau vóru klædd alls konar vafningsviðum og bergfljettum.
Skollafœtur, sem nú eru svo auðvirðilega litlir og vaxa
á vorin alstaðar á íslandi, mœndu þá til skýjanna og
vóru opt 20—30 feta háir. |>að vóru samt einkum
jafnarnir, sem vóru stórir og gnæfðu yfir allt annað.
|>eir vóru um 80—100 fet á liæð; hið merkasta af
jafnatrjám frá því tímabili nefna menn hreisturtrje
(lepidodendron); stofn þess var 3 — 4 fet að þvermáli og
50 fet á hæð. Seinast á kolatímanum fóru að koma
fáeinar hærri plöntur og nokkurs konar grenitrje. Af
dýrum hafði eigi aukizt mikið við, það vóru helzt lægri
dýr og brynfiskar, og í efstu lögunum finna menn eina
eðlu (archegosaurus minor). J>ó að þessir skógar á stein-
kolatímabilinu væru undarlega stórir og mikilfenglegir,
þá vantaði þó alla liiua eiginlegu fegurð; hið unaðlega
blómskraut, er nú á tímum prýðir svo mjög skógana í
heitu löndunum, vantaði alveg, himininn var sífellt
þakinn regnskýjum og kolsvartur, sólin gat eigi nema
endrum og sinnum skinið á þessi endalausu höf og hina
gulmórauðu jafnaskóga, alstaðar ríkti þögn, ekkert hljóð
heyrðist, nema þyturinn í vindinum og brimrótið í sjónum,
og ef til vill einstöku sinnum þunglamalegt skvamp í
einhverjum af hinum ófrýnilegu fiskum. Dauða- og
sorgarblær lá yfir allri náttúrunni. — Steinkolamyndan-
irnar (af þeim eru minnst kol, mest kalk, sandur, leir
og grjót) ná yfir geysimikið svæði. Steinkol þekja: