Andvari - 01.01.1880, Blaðsíða 33
Jóns Sigurðssonar.
27
leyti studdi hann einnig sjerhvað það, er honum þótti
til framfara horfa, og einkum það, er á nokkurn hátt
snerti rjett og virðingu þjóðarinnar. Á þinginu 1875
var hann afskiptalítill, og á þinginu 1877 var hann
einatt svo veikur, að hann gat eigi gegnt forsetastörfum.
1879 afsalaði hann sjer þingmennsku.
Frá því er Jón fyrst kom á alþing 1845, þótti hann
bera af öllum öðrum þingmönnum að mælsku og
skörungskap. Svo kvað Finnur prófessor Magnússson, er
Jón kom í fyrsta sinn af alþingi:
Alþings, er endurrís,
Agæztan vannstu prís
XJm fagurt frón.
Fulltrúa fundum þig,
Fremstan á mælskustig,
Og þjóðin þakksamlig
þjer fagnar Jón.
Hann hafði þegar á hinum fyrstu þingum venjulega
þá aðferð, að rita fyrst ritgjörð um málið, hlutast svo
til um, að til alþingis kœmu víðs vegar að bœnarskrár
með mörgum undirskriptum um það. Hafði hann það
tvennt fyrir augum með því, bæði að almenningur yrði
að taka alþjóðleg málefni til umrœðu og íhugunar, og
þarfa, að minnsta kosti allar tekjurnar af konungsjörðunum,
og kvað hún það þó vera minna, en ætla mætti Islandi að
tiltölu; liitt skoðaði hún sem sjálfsagt, að Island legði fram
allan kostnað til sinna sjerstaklegu þarfa. 20 árum síðar
hafði Casse ráðgjafi þózt taka mikið til, er hann nefndi
8000 rd. sem árgjald frá Danmörku, og 1869 var það í einu
hljóði samþykkt í landsþinginu, að hið fasta árgjald skyldi
eigi vera meira, en 15,000 rd. Árið eptir samþj'kkti það þó,
að það skyldi vera 30,000 rd. Sú mikla breyting, er þannig
varð smámsaman á skoðunum Dana á fjárhagsmáli ísls\nds,
má segja að eingöngu hafi verið Jóni að þakka.