Andvari - 01.01.1880, Blaðsíða 123
Svía.
117
var þar á ferð um 1648 til skinnakaupa, hann lijelt frá
mynninu á Kolyma með 30 menn og komst til Anadir
á austurströndinni fyrir norðan Kamsjatka. Stadukin
ferðaðist og opt þar um árin 1644—1649. — 1729 fdr
Vitus Bering, danskur að ætt, norðvestur um sundið,
er heitir eptir honum, en komst eigi langt. Cook var
þar um slóðir 1778, sem fyrr var getið, Itodgers frá
Bandaríkjunum 1855 og Long frá Englandi 1867. —
Hafið fyrir vestan Beringssund er optast íslaust, og
þangað koma margir til hvala- og selaveiða frá Ameríku
og Englandi. Uppland og strendur Síberíu hefir á þess-
ari öld Wrangel rannsakað austan til, og Midden-
dorff að vestan; þó að þeir væru duglegir menn og vel
að sjer, á vannst þeim þó ekki mikið á svo stóru svæði,
þar sem aðrar eins torfœrur eru samfara íllviðrum,
hörkum og gaddi.
Nordenskiöld hafði 1875 og 1876, sem fyrr er frá
sagt, fullkomlega sannað það og sýnt, að hœgt væri að
sigla um Karahaf og allt austur til Jenissej, ef farið var
á rjettum tíma, og nú var hann hinn ákafasti til að
hvetja menn til nýrrar ferðar þar austur, því að hann kvað
það engum efa bundið, að fara mætti norðausturleiðina,
ef rjett væri að farið. Norður um Síberíu falla stórár
margar; helztar þeirra eru Ob, Jenissej, Lena og Ivolyma;
það eru ákaflega löng og mikil fijót, er bera vatn frá
suðlægum hjeruðum. Norðenskiöld sagði, að slíkt vatns-
megin hlyti að vera lieitara en haíið, er það fellur í, og
að við það yrði að myndast heitur straumur eða áll
norðan með Síberíuströndum, er rynni austur eptir snún-
ingi jarðar; hann kvað þenna straum mundu halda öllum
ísum frá ströndinni í ágústmánuði. fetta reyndist og
rjett til getið. Konungur Svia Oscar annar, Oscar Dick-
son og Alexander Sibiriakoff buðust nú til að leggja fje
til slíkrar ferðar; seinna veitti ríkisþingið 25,000 krónur
að auki. Nordenskiöld keypti nú skipiðVega fyrir 150